Fyrsta fiskiskipið til að hafa rafmótor

Stormur HF sigldi inn í Reykjavíkurhöfn í gær.
Stormur HF sigldi inn í Reykjavíkurhöfn í gær. mbl.is/Hari

Storm­ur HF 294, nýtt línu- og neta­skip út­gerðar­inn­ar Storms Sea­food sem sigldi til Reykja­vík­ur­hafn­ar í gær, er fyrsta fiski­skipið á Íslandi sem drifið er af raf­mótor og sömu­leiðis fyrsta ný­smíði í línu­skipa­flota lands­manna í 16 ár.

Eins og Morg­un­blaðið grein­ir frá í dag kem­ur skipið hingað frá Gdansk í Póllandi, þar sem skrokk­ur­inn var lengd­ur úr 23 í 45 metra en út­gerðin keypti skrokk­inn í Ný­fundna­landi fyr­ir nokkr­um árum.

Ljóst er að raf­búnaður skips­ins mun minnka um­hverf­isáhrif og auka hag­kvæmni við veiðar.

Marki tíma­mót í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi

Stein­dór Sig­ur­geirs­son, aðal­eig­andi Storms Sea­food, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að skipið sé „dísil-raf­knúið“ (e. diesel-electric) þar sem skrúfu­búnaður­inn sé knú­inn af raf­mótor.

„Ork­an er feng­in með dísil-eldsneyti, sem dríf­ur raf­mótor­inn,“ seg­ir Stein­dór og bæt­ir við að hann telji að með þessu sé orku­notk­un helm­ingi minni en hjá sam­bæri­legu skipi.

„Mik­il­vægt er að fleiri aðilar í sjáv­ar­út­veg­in­um líti til kaupa á skip­um líkt og Stormi sem er afar um­hverf­i­s­vænn og geng­ur fyr­ir raf­mótor. Eldsneyt­is­notk­un á sam­bæri­leg­um skip­um er afar mik­il og þarf geir­inn í heild að huga bet­ur að lofts­lags­mál­um,“ seg­ir Stein­dór.

„Hag­kvæmni við veiðar eykst einnig við komu skips­ins en það er búið nýj­ustu gerð línu­beit­ing­ar­vél­ar sem tek­ur mun meira en sam­bæri­leg skip hér á landi. Það má því segja að koma skips­ins marki tíma­mót í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi.“

mbl.is