Stormur kominn til hafnar

Stormur HF siglir inn í Reykjavíkurhöfn.
Stormur HF siglir inn í Reykjavíkurhöfn. mbl.is/​Hari

Nýtt neta- og línuveiðiskip, Stormur HF, kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun, eftir að hafa verið fullsmíðaður í Gdansk í Póllandi.

Þar var skrokkurinn lengdur úr 23 í 45 metra en útgerðarfyrirtækið Stormur Seafood ehf. keypti skrokkinn í Nýfundnalandi fyrir nokkrum árum.

Skipasýn hannaði breytingarnar en skipið er rafknúið og búið ýmsum fullkomnum tækjum. Rými er fyrir 20 í áhöfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: