Þriðja og síðasta systirin komin heim

Búnaður verður settur í Viðey á næstu vikum hjá Skaganum …
Búnaður verður settur í Viðey á næstu vikum hjá Skaganum 3X á Akranesi. mbl.is/Árni Sæberg

Vel var tekið á móti nýj­um ís­fisk­tog­ara HB Granda, Viðey RE, við hátíðlega at­höfn við Reykja­vík­ur­höfn í gær. Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sagði Viðey, ásamt syst­ur­skip­um henn­ar, Eng­ey og Ak­ur­ey, mun um­hverf­i­s­vænni en þau skip sem þau leysa af hólmi. Til­komu systr­anna þriggja megi líkja við bylt­ingu.

Viðey leys­ir af hólmi Ottó N. Þor­láks­son sem þjónað hef­ur út­gerðinni í tæp 40 ár, en Eng­ey og Ak­ur­ey komu hingað til lands fyrr á ár­inu frá Céliktrans-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi.

Rannveig Rist, varaformaður stjórnar HB Granda, gaf skipinu formlega nafn.
Rann­veig Rist, vara­formaður stjórn­ar HB Granda, gaf skip­inu form­lega nafn. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Kosta sjö millj­arða króna

Ísfisk­tog­ar­arn­ir þrír kosta sam­tals um sjö millj­arða króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Vil­hjálms Vil­hjálms­son­ar, for­stjóra HB Granda, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Vil­hjálm­ur fjallaði í gær um mik­il­vægi end­ur­nýj­un­ar flot­ans fyr­ir fé­lagið auk þess sem hann þakkaði því góða fólki sem einna helst hefði unnið að smíði skips­ins.

Ráðherr­ann óskaði enn frem­ur HB Granda til ham­ingju með Viðey og sagði skipið vera góðan vitn­is­b­urð um þann kraft og sókn­ar­hug sem einn­kenn­ir HB Granda og um leið ís­lensk­an sjáv­ar­út­eg um þess­ar mund­ir.

Jóhannes Ellert Eiríksson, skipstjóri á Viðey. Áhöfnin af Ottó N. …
Jó­hann­es Ell­ert Ei­ríks­son, skip­stjóri á Viðey. Áhöfn­in af Ottó N. Þor­láks­syni fylg­ir hon­um yfir á nýja skipið. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vel við hæfi á 100 ára af­mæli hafn­ar­inn­ar

Karla­kór Reykja­vík­ur söng lag fyr­ir gesti og Líf Magneu­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur­borg­ar óskaði fé­lag­inu til ham­ingju og nefndi í ávarpi sínu hversu vel við hæfi það væri að fá þrjú ný skip í Reykja­vík­ur­höfn á 100 ára af­mæli gömlu hafn­ar­inn­ar.

Hún nefndi einnig mik­il­vægi sjáv­ar­út­vegs í ár­anna rás og að sjáv­ar­út­veg­ur­inn muni áfram vera ein mik­il­væg­asta at­vinnu­grein Íslend­inga. Að lok­um af­henti hún Ella skip­stjóra og áhöfn skips­ins gjöf í til­efni komu skips­ins.

Rann­veig Rist, vara­formaður stjórn­ar HB Granda, gaf skip­inu síðan form­lega nafn og Sr. Hjálm­ar Jóns­son blessaði skipið. Eft­ir bless­un­ina söng karla­kór­inn að nýju. Í lok at­hafn­ar­inn­ar gafst gest­um kost­ur á að skoða skipið og þiggja veit­ing­ar um borð und­ir ljúf­um harmonikku­leik Mar­grét­ar Arn­ar­dótt­ur.

Vilhjálmur forstjóri HB Granda flutti ávarp við móttökuathöfnina.
Vil­hjálm­ur for­stjóri HB Granda flutti ávarp við mót­töku­at­höfn­ina. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is