HB Grandi hefur á fimm árum látið smíða sex skip og nemur heildarfjárfesting í þeim um 20 milljörðum króna.
Þannig hefur fyrirtækið keypt þrjá ísfisktogara fyrir um sjö milljarða og tvö uppsjávarskip sem kostuðu rúmlega sjö milljarða.
Eftir hálft annað ár fær fyrirtækið svo í hendurnar frystitogara sem áætlað er að kosti rúma fimm milljarða, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fjárfestingar HB Granda undanfarin ár í Morgunblaðinu í dag.