700 manns gætu gengið út úr ASÍ

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa …
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa félagsins í verkfallinu fyrr á árinu. mbl.is/Eggert

Fé­lags­menn Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur greiða nú at­kvæði um hvort gengið skuli út úr Sjó­manna­sam­bandi Íslands og Alþýðusam­band­inu. Stend­ur at­kvæðagreiðslan yfir til klukk­an 20 í kvöld. Fé­lagið tel­ur um 700 fé­laga og er það stærsta inn­an Sjó­manna­sam­bands­ins að sögn for­manns­ins, Ein­ars Hann­es­ar Harðar­son­ar.

„Við vor­um með sex­tíu til sjö­tíu manna fund í gær og mér heyr­ist al­mennt á okk­ar fé­lög­um að þeir vilji út úr sam­band­inu,“ seg­ir Ein­ar, sem tel­ur yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að til­lag­an verði samþykkt.

Ekki áhrif á kjara­samn­inga

Þó stjórn­in hafi ekki lagt til­lög­una fram, held­ur aðrir fé­lags­menn, seg­ir hann að inn­an henn­ar séu menn sam­mála um að vera fé­lags­ins inn­an Sjó­manna­sam­bands­ins og Alþýðusam­bands­ins sé óþörf.

„Einkum og sér í lagi ASÍ, en lög­in eru svo ein­kenni­leg að ef þú ætl­ar út úr ASÍ þá verðurðu að fara út úr Sjó­manna­sam­band­inu líka.“

Ef svo fer sem horf­ir seg­ir Ein­ar þetta ekki munu hafa nein áhrif á kjara­samn­inga fé­lags­manna, en fé­lagið samdi sér­stak­lega um kjör við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi við lok verk­falls­ins fyrr á ár­inu.

„Við höf­um haft samn­ings­um­boðið hjá okk­ur og það breyt­ist ekki.“

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ. mbl.is/​Eggert

„Furðulegt út­spil“

Ein­ar nefn­ir að fé­lags­menn séu meðal ann­ars óánægðir með þá ákvörðun ASÍ að synja beiðni fé­lags­ins um greiðslur úr verk­falls­sjóði í byrj­un árs­ins. Seg­ir hann að svo virðist sem synj­un­in sé byggð á regl­um sem sniðnar hafi verið til að kom­ast hjá því að borga sjó­mönn­um.

For­seti ASÍ, Gylfi Arn­björns­son, sagði aft­ur á móti í sam­tali við frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins í dag að eðli­leg­ar ástæður hefðu legið að baki synj­un­inni. Benti hann á að komið hefði í ljós að Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­vík­ur end­ur­greiði hluta iðgjalda til sinna fé­lags­manna á ári hverju.

Það skjóti skökku við að end­ur­greiða iðgjöld fé­lags­manna en á sama tíma fara fram á það við ASÍ að standa straum af aðgerðum í kjara­bar­áttu.

Í sam­tali við 200 míl­ur seg­ir Ein­ar að rök­stuðning­ur Gylfa sé ein­kenni­leg­ur.

„Það er skrýtið að Gylfi setji út á það, þar sem við borg­um skatta til ASÍ – ekki af iðgjöld­un­um held­ur af því eina pró­senti af laun­um fé­lags­manna sem renn­ur til okk­ar. End­ur­greiðsla iðgjald­anna hef­ur því eng­in áhrif á greiðslur okk­ar til ASÍ. Það er at­hygl­is­vert að for­seti ASÍ reyni að skýla sér á bak við þá staðreynd. Þetta er mjög furðulegt út­spil.“

Yrði áfall fyr­ir sam­bandið

Hann seg­ir Gylfa hrökkva í vörn í þessu eins og fleiri mál­um.

„Gylfi seg­ir bara það sem hann held­ur að henti, enda hef­ur hann aldrei hjálpað sjó­mönn­um í einu eða neinu. Það er mín skoðun.“

Um 700 fé­lags­menn eru inn­an veggja SVG og seg­ir Ein­ar að fé­lagið sé það stærsta inn­an Sjó­manna­sam­bands­ins.

„Við erum lang­stærsta sjó­manna­fé­lagið og ör­ugg­lega einn þriðji eða meira af sam­band­inu. Þannig þetta yrði áfall fyr­ir þá, ef við för­um út.“

Ekki náðist í Gylfa Arn­björns­son, for­seta ASÍ, við gerð frétt­ar­inn­ar.

mbl.is