Getur minnkað eldsneytiskostnað línubáta um allt að helming

rSvona gæti nýr og umhverfisvænn bátur Navis, Rafnar og fleiri …
rSvona gæti nýr og umhverfisvænn bátur Navis, Rafnar og fleiri fyrirtækja litið út. Fyrirtækin hafa fengið 50 milljón króna þróunarstyrk.

„Þetta er gríðarlega spenn­andi verk­efni. Við og sam­starfs­menn okk­ar erum mjög ánægðir að geta farið af stað,“ seg­ir Hjört­ur Em­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Navis.

Navis, Naust Mar­ine, Rafn­ar og fleiri sam­starfs­fyr­ir­tæki hafa hlotið 50 millj­ón króna styrk frá Rannís til að hanna, þróa og smíða um­hverf­i­s­væna báta sem nota ein­göngu sjálf­bæra orku fram­leidda inn­an­lands.

Bát­arn­ir verða styttri en 15 metr­ar að lengd og minni en 30 brútt­ót­onn. Þeir verða með tvinnafl til fram­drift­ar, drifn­ir af raf­geym­um eða sam­hliða af lít­illi aðal­vél og raf­geym­um. Bát­arn­ir verða hannaðir ým­ist fyr­ir línu­veiðar, til ferðaþjón­ustu, svo sem hvala­skoðunar og út­sýn­is­ferða, eða annarra nota, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: