Afturkalla MSC-vottun fyrir grásleppuveiðar

Gert að grásleppu á Húsavík.
Gert að grásleppu á Húsavík. mbl.is/Hafþór

MSC-vott­un fyr­ir grá­sleppu­veiðar við Ísland hef­ur verið aft­ur­kölluð frá og með 4. janú­ar næst­kom­andi. Í ljós hef­ur komið að meðafli við veiðarn­ar er um­fram viðmiðun­ar­mörk hvað varðar fjór­ar teg­und­ir, þ.e. land­sel, út­sel, díla­skarf og teistu.

Þetta kem­ur fram á vef Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, en um er að ræða nýj­ar niður­stöður frá vott­un­ar­stof­unni Tún.

16% af út­sela­stofn­in­um hafi verið meðafli í ár

Að mati Túns ógna grá­sleppu­veiðar til­vist þess­ara fjög­urra teg­unda en niður­stöðurn­ar eru byggðar á út­reikn­ing­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar frá upp­lýs­ing­um úr afla­dag­bók­um og at­hug­un­um veiðieft­ir­lits­manna.

„Þeir jafn­gilda að meðafli við grá­sleppu­veiðar á vertíðinni 2017 hafi verið 16% af út­sela­stofn­in­um, 10% af stofni land­sels, 17% af díla­skarfi og 20% af þeim fjölda teista sem stofn­inn tel­ur.“

Lands­sam­bandið seg­ist nú vinna að yf­ir­ferð á skýrslu vott­un­ar­stof­unn­ar og gögn­um henni tengdri, til að hægt verði að leggja mat á hvað hægt sé að gera í stöðunni.

„Að svo stöddu er ekki hægt að leggja mat á hvaða áhrif upp­lýs­ing­arn­ar hafa á grá­sleppu­veiðar hér við land.“

Vott­un­in fékkst árið 2014

Grá­sleppu­veiðar við Ísland fengu MSC-vott­un­ina síðla árs 2014. Fjallaði Morg­un­blaðið þá um að vott­un­in ætti að gefa Íslandi for­skot í sölu hrogna, en fram kem­ur að Græn­lend­ing­ar hafi þá átt tölu­vert í land með að ná vott­un.

Enn frem­ur var von­ast til að grá­sleppa og grá­sleppu­hrogn yrðu tek­in af vál­ista Alþjóðanátt­úru­vernd­ar­sjóðsins, en vera henn­ar þar var sögð hafa gert vör­unni erfitt fyr­ir í Svíþjóð og Þýskalandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina