„Dapurleg tíðindi“

Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ.
Valmundur Valmundsson, formaður SSÍ. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrst og fremst eru þetta dap­ur­leg tíðindi,“ seg­ir Val­mund­ur Val­munds­son, formaður Sjó­manna­sam­bands Íslands, um niður­stöðu at­kvæðagreiðslu fé­lags­manna Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur þar sem yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti greiddi at­kvæði með út­göngu úr SSÍ og ASÍ.

„Eft­ir því sem mér skilst þá vilja þeir vera inn­an okk­ar vé­banda, en á meðan þeir vilja ekki vera inn­an ASÍ þá er það ekki hægt. Þannig eru lög­in,“ seg­ir Val­mund­ur í sam­tali við 200 míl­ur.

SVG hef­ur verið stærsta aðild­ar­fé­lag Sjó­manna­sam­bands­ins en fé­lags­menn SVG eru um 25% af fé­laga­tali þess. Ljóst er að stórt skarð hef­ur verið höggvið í sam­bandið.

mbl.is