Sjómenn segja sig úr Alþýðusambandinu

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa …
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, með kjörkassa félagsins í verkfallinu fyrr á árinu. mbl.is/Eggert

94% þeirra sem tóku þátt í at­kvæðagreiðslu um út­göngu Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur úr Alþýðusam­band­inu og Sjó­manna­sam­band­inu vilja að fé­lagið segi sig úr sam­bönd­un­um tveim­ur.

Þetta seg­ir Ein­ar Hann­es Harðar­son, formaður fé­lags­ins, í sam­tali við 200 míl­ur en taln­ingu at­kvæða lauk rétt í þessu.

Um 700 manns til­heyra fé­lag­inu og greiddu 110 þeirra at­kvæði. Þrjú pró­sent at­kvæðanna voru auð.

„Þetta gæti ekki verið skýr­ara,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við að for­svars­menn fé­lags­ins muni af­henda for­svars­mönn­um ASÍ og SSÍ form­leg úr­sagn­ar­bréf síðar í dag.

„Við vilj­um að þetta taki gildi strax.“

mbl.is