Fjárlagafrumvarp samþykkt á Alþingi

Frá þingfundi í dag.
Frá þingfundi í dag. mbl.is/Hari

Fjár­laga­frum­varp árs­ins 2018 hef­ur verið samþykkt á Alþingi. Þriðja og síðasta umræða um fjár­laga­frum­varp næsta árs hófst klukk­an hálf­sjö í kvöld. 

Frum­varpið í heild sinni var samþykkt með 34 at­kvæðum, 24 greiddu ekki at­kvæði. Frum­varpið verður sent til rík­is­stjórn­ar sem lög frá Alþingi. 

Fjár­auka­lög voru samþykkt með 34 at­kvæðum, 23 greiddu ekki at­kvæði. 

„Ég mun með mik­illi ánægju styðja þessi fjár­lög,“ sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra þegar hún kvaddi sér hljóðs á meðan at­kvæðagreiðslu stóð. Hún sagði jafn­framt að með af­greiðslu frum­varps­ins væru stig­in gríðarlega mik­il­væg skref til upp­bygg­ingu sam­fé­lags­legra innviða og nefndi hún heil­brigðismál­in sem helsta for­gangs­atriði fjár­laga­frum­varps­ins.

Ræða Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur í at­kvæðagreiðslu um fjár­lög­in

 Ræða Bjarna Bene­dikts­son­ar í at­kvæðagreiðslu um fjár­lög­in

Að at­kvæðagreiðslu lok­inni var fund­um þings­ins frestað til 22. janú­ar 2018. Bú­ast má við því að nefnd­ir þings­ins hitt­ist tölu­vert áður, eða 16. janú­ar. 

 Ræða Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is, við þing­frest­un

 Ræða Katrín­ar Jak­obs­dótt­ir við þing­frest­un­ina

mbl.is