Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fordæmt handtöku yfir mótmælenda í Íran sem mótmæltu stjórnvöldum í landinu. Hann sagði að „heimurinn fylgdist með“ viðbrögðum við mótmælunum. AFP-fréttastofan greinir frá.
Mótmælin hófust á fimmtudag en hafa breiðst út til nokkurra borga í ríkinu. Upprunaleg ástæða mótmælanna eru almennar verðhækkanir. Stjórn forsetans, Hassan Rouhani, hefur til að mynda tvöfaldað verð á eggjum. Nú hafa mótmælin stigmagnast í fjöldamótmæli gegn klerkastjórninni og stefnu stjórnvalda.
„Fréttir berast af friðsamlegum mótmælum íranskra ríkisborgara sem eru komnir með nóg af spillingu og sóun á auðæfum landsins í fjármögnun hryðjuverkastarfsemi erlendis,“ skrifaði Trump á Twitter. „Stjórnvöld í Íran ættu að virða rétt rétt fólksins, þar á meðal rétt þeirra til að tjá sig. Heimurinn fylgist með!“