26 daga gamall húnn fannst dauður

Tonja ásamt hvítabjarnarhúninum stuttu eftir að hann kom í heiminn.
Tonja ásamt hvítabjarnarhúninum stuttu eftir að hann kom í heiminn. Ljósmynd/Facebook

26 daga gam­all hvíta­bjarn­ar­húnn fannst dauður í Tierpark-dýrag­arðinum í Berlín í dag.

Stjórn­end­ur dýrag­arðsins greina frá því að húnn­inn hafi verið dauður þegar garður­inn opnaði aft­ur í dag eft­ir ára­mót­in.

Í frétt BBC kem­ur fram að húnn­inn virt­ist heil­brigður þegar hann sást síðast með móður inni á gaml­árs­dag og talið er að hann hafi drep­ist af nátt­úru­leg­um or­sök­um.

Móðir húns­ins er hin átta ára gamla Tonja. Þar sem húnn­inn var rétt rúm­lega þriggja vikna gam­all hafði hon­um ekki enn þá verið gefið nafn.

Hvíta­birn­an Tonja hef­ur áður misst hún, en fjög­urra mánaða gam­all húnn henn­ar drapst í mars í fyrra. Dánar­or­sök er ekki ljós.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dýrag­arðinum verður hræ hvíta­bjarn­ar­húns­ins krufið og reynt að varpa ljósi á dánar­or­sök hans.

Starfs­fólk dýrag­arðsins er miður sín yfir missin­um. 

mbl.is