„Stórblæðir um hver mánaðamót“

Börkur NK. Uppsjávarskipin halda væntanlega næstu daga til loðnuleitar og …
Börkur NK. Uppsjávarskipin halda væntanlega næstu daga til loðnuleitar og veiða, en þeim er ekki heimilt að stunda veiðar á kolmunna við Færeyjar. mbl.is/Þorgeir

„Ég heyri á koll­eg­um mín­um að mönn­um stór­blæðir núna um hver ein­ustu mánaðamót þegar þeir þurfa að borga tugi millj­óna í veiðigjöld, á sama tíma og af­kom­an er ekki í nein­um takti við gjöld­in.“

Þetta seg­ir fram­kvæmda­stjóri út­gerðar á Pat­reks­firði í Morg­un­blaðinu í dag vegna þeirra áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar að taka veiðigjöld í sjáv­ar­út­vegi til end­ur­skoðunar. „Við stönd­um hrein­lega ekki und­ir þess­ari skatt­byrði,“ bæt­ir hann við.

Ekki fer vel sam­an að veiðigjald hækki þegar tekj­ur drag­ist sam­an og af­kom­an verði þar með lak­ari, seg­ir Ásta Björk Sig­urðardótt­ir, hag­fræðing­ur SFS.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina