Heilsu kóralrifanna hrakar

Kafari skoðar kóralrif í Rauðahafinu.
Kafari skoðar kóralrif í Rauðahafinu. AFP

Kór­alrif­um heims­ins staf­ar ógn af end­ur­tekn­um tíma­bil­um hlýs sjós sem um þau streym­ir. Við rann­sókn á 100 kór­alrif­um kom í ljós að síðustu ára­tugi hef­ur sí­fellt styttra verið á milli föln­un­ar þeirra. Er breyt­ing­in sögð gíf­ur­leg í grein um rann­sókn­ina sem birt er í Science. Áður fölnuðu rif­in með um 25-30 ára tíma­bili en nú er svo komið að slík­ir at­b­urðir ger­ast á um sex ára fresti.

Föln­un­in verður er af­brigðilega hlýtt vatn um­lyk­ur rif­in í lengri tíma. Kór­al­ar eru afar viðkvæm­ir fyr­ir langv­ar­andi hlý­ind­um. Þegar þeir of­hitna losa þeir sig við þör­unga sem lifa í sam­býli við þá og sjá þeim fyr­ir orku með ljóstil­líf­un. Við það fölna kór­al­arn­ir og geta drep­ist ef hlý­ind­in vara í lengri tíma.

En þó að hlý­ind­in gangi fljótt til baka þá get­ur það tekið kór­alrif mörg ár að jafna sig að fullu.

„Ef þú ferð inn í hring­inn með hne­fa­leika­manni í þunga­vigt þá get­ur þú mögu­lega staðið af þeir eina lotu en þegar önn­ur lota hefst þá ertu bú­inn að vera,“ seg­ir Mark Eak­in, vís­indamaður hjá banda­rísku Haf- og lofts­lags­stofn­un­inni, NOAA. Hann seg­ir að niður­stöður rann­sókn­anna á kór­alrifj­un­um rími við niður­stöður lofts­lags­lík­ana sem notaðar eru til að spá fyr­ir um hlýn­un jarðar. Sam­kvæmt þeim munu kór­alrif­in fölna nær ár­lega vegna hlýn­un­ar sjáv­ar. Hann seg­ir að sum­ar rann­sókn­ir bendi til að hraðað hafi veru­lega á hlýn­un jarðar. Kulda­tíma­bil La Niña og El Niño veður­fyr­ir­brigðanna séu núna hlýrri en hlý­skeið þeirra fyr­ir þrem­ur ára­tug­um. „Það eru í raun eng­in köld ár leng­ur, það eru bara ár sem eru ekki of heit.“

Gegna veiga­miklu hlut­verki

Kór­alrif­in eru ekki aðeins mjög fal­leg á að líta. Þau gegna veiga­miklu hlut­verki í líf­ríki sjáv­ar og segja má að af­koma millj­óna manna byggi á því að rif­in séu „hraust“.

Sem dæmi þá veita rif­in strandsvæðum vernd fyr­ir stór­um öld­um og flóðum. Þau eru líka útung­un­ar­stöð fyr­ir marg­ar fisk­teg­und­ir og aðrar sjáv­ar­líf­ver­ur.

Í rann­sókn­inni sem birt er í Science kem­ur fram að kór­alrif­in verði fyr­ir fleiri áföll­um en af völd­um hlýrri sjós. Þannig hafi meng­un og of­veiði einnig skemm­andi áhrif.

Terry Hug­hes, pró­fess­or og sér­fræðing­ur í kór­al­rann­sókn­um í Ástr­al­íu og aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, seg­ir nauðsyn­legt að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda til að efla á ný heilsu rifj­anna. 

Frétt BBC.

mbl.is