117 gráða munur milli heitasta og kaldasta staðar

Öfgar í veðri: Kristina Mladenovi (t.h.) hætti keppni á opna …
Öfgar í veðri: Kristina Mladenovi (t.h.) hætti keppni á opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna hitans. Heimilislaus maður í Washington sankaði að sér hlýjum fötum og ábreiðum vegna kuldakastsins í borginni.

Ekki hef­ur mælst meiri hiti í Syd­ney í tæp átta­tíu ár. Níst­ingskuldi hef­ur hins veg­ar verið um mest­alla aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna og óvenjukalt í Flórída. „Því hef­ur lengi verið haldið fram að öfg­ar í veðri sem þess­ar fylgi veðurfars­breyt­ing­um,“ seg­ir Árni Sig­urðsson, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands. Hann seg­ir ástandið nú lík­lega dæmi um það. 

Há­sum­ar er í Ástr­al­íu en vet­ur í Banda­ríkj­un­um. 

Um helg­ina mæld­ist hit­inn 47,3°C í Syd­ney í Ástr­al­íu og var þá hvergi hærri í heim­in­um öll­um. Hita­met frá ár­inu 1939, er hit­inn fór upp í 47,8°C, stend­ur þó enn. Áfram er spáð mikl­um hita í land­inu. 

Kuldatíð hef­ur hins veg­ar verið óvenju­mik­il víða í Banda­ríkj­un­um, aðallega í norðaust­ur­hluta lands­ins. Í fjöll­un­um í New Hamps­hire hef­ur frostið verið gríðarlegt, um -70°C með vind­kæl­ingu, rúm­lega 30 gráður án henn­ar, líkt og fram kem­ur m.a. í frétt New York Times.  Það skipaði Washingt­on-fjalli í hóp köld­ustu staða heims­ins á laug­ar­dag, ásamt Eu­reka Nunavut í Kan­ada og Jak­utsk í Rússlandi. 

Gosbrunnur í Bryant-garði í New York í klakaböndum um helgina.
Gos­brunn­ur í Bry­ant-garði í New York í klaka­bönd­um um helg­ina. AFP

Árni seg­ir að mjög kalt sé í Kan­ada og í raun sé það all­vana­legt á þess­um árs­tíma. Það sem lík­lega sé hvað óvenju­leg­ast við ástandið eru tung­ur af heim­skautalofti frá norður­póln­um sem nái langt suður á bóg­inn eða alla leið til Mexí­kóflóa. Hann seg­ir að kuldakastið vestra sé ekki yf­ir­staðið. Mik­ill kuldi sé áfram í kort­un­um.

 Árni bend­ir enn­frem­ur á að þetta kalda loft hafi áhrif á lægðakerf­in við Ísland. 

Banda­ríkja­menn hafa síðustu daga glímt við af­leiðing­ar vetr­ar­veðurs­ins. Þannig byrjaði síðasta vika á mikl­um hríðarbyl og í kjöl­farið frysti hratt og mikið. Sem dæmi þá fyllgust göt­ur í Bost­on af ís­köldu vatni og ís­hröngli sem m.a. hreif með sér ruslagáma. Í borg­inni Rev­ere í Massachusetts gróf­ust bíl­ar á kaf í flóðvatnið. Í gær mæld­ist -15,5°C í New York. Talið er að rekja megi 22 dauðsföll til óveðurs­ins í Banda­ríkj­un­um síðustu daga. 

Árið 2018 byrj­ar því á nokkuð öfga­kenndu veðri. Evr­ópu­bú­ar hafa ekki farið var­hluta af því. Skíðafólk hef­ur orðið inn­lyksa á skíðasvæðum í frönsku Ölp­un­um svo dæmi sé tekið og her­inn var kallaður út á Spáni til að aðstoða veg­far­end­ur sem sátu fast­ir í snjó í ná­grenni Madríd.

Kulda­met hafa einnig verið sleg­in í Asíu. Í Bangla­dess, þar sem alla jafna rík­ir heittemprað lofts­lag, mæld­ist -2,6°C frost í dag og hafa yf­ir­völd þurft að bregðast við m.a. með því að út­deila þúsund­um teppa til fá­tækra. 

Ekki hef­ur mælst kald­ara í land­inu frá því að mæl­ing­ar hóf­ust árið 1948. Fyrra metið var 2,8°C hiti. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina