Greiða milljarð á mánuði

Veiðigjöldin gætu orðið hærri en nokkru sinni í ár.
Veiðigjöldin gætu orðið hærri en nokkru sinni í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu þrjá mánuði fisk­veiðiárs­ins hafa inn­heimt veiðigjöld verið á bil­inu frá 936 millj­ón­um og upp í 1.057 millj­ón­ir króna.

Meðaltal í hverj­um mánuði er ná­lægt ein­um millj­arði króna og verði það þannig út árið nálg­ast veiðigjöld­in tólf millj­arða á fisk­veiðiár­inu 2017/​18, en hafa ber í huga að mis­mik­ill afli berst á land eft­ir árs­tím­um.

Fiski­stofa hef­ur birt upp­lýs­ing­ar um stöðu álagn­ing­ar veiðigjalds eft­ir greiðend­um fyr­ir fyrsta fjórðung yf­ir­stand­andi fisk­veiðiárs. Heild­arálagn­ing­in á því tíma­bili nem­ur tæp­um þrem­ur millj­örðum króna.  Alls námu nettóveiðigjöld á fisk­veiðiár­inu 2016/​17 um 4,6 millj­örðum króna. Það var síðasta árið sem veitt­ur var tíma­bund­inn af­slátt­ur af veiðigjaldi og nam hann um 927 millj­ón­um króna, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: