Greiða milljarð á mánuði

Veiðigjöldin gætu orðið hærri en nokkru sinni í ár.
Veiðigjöldin gætu orðið hærri en nokkru sinni í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins hafa innheimt veiðigjöld verið á bilinu frá 936 milljónum og upp í 1.057 milljónir króna.

Meðaltal í hverjum mánuði er nálægt einum milljarði króna og verði það þannig út árið nálgast veiðigjöldin tólf milljarða á fiskveiðiárinu 2017/18, en hafa ber í huga að mismikill afli berst á land eftir árstímum.

Fiskistofa hefur birt upplýsingar um stöðu álagningar veiðigjalds eftir greiðendum fyrir fyrsta fjórðung yfirstandandi fiskveiðiárs. Heildarálagningin á því tímabili nemur tæpum þremur milljörðum króna.  Alls námu nettóveiðigjöld á fiskveiðiárinu 2016/17 um 4,6 milljörðum króna. Það var síðasta árið sem veittur var tímabundinn afsláttur af veiðigjaldi og nam hann um 927 milljónum króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: