Arðsemi dregist saman um þriðjung

Fiskveiðiflotinn í Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni.
Fiskveiðiflotinn í Reykjavíkurhöfn. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar

Vís­bend­ing­ar eru um að veiðigjöld­in séu far­in að íþyngja mörg­um litl­um og meðal­stór­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Þetta seg­ir Jón­as Gest­ur Jónas­son, yf­ir­maður sjáv­ar­út­vegs­hóps Deloitte, en rætt er við hann í Markaði, viðskipta­blaði Frétta­blaðsins í dag.

Bend­ir hann á að al­mennt sé EBITDA, þ.e. rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði og skatta, að lækka mjög skarpt í sjáv­ar­út­vegi.

„Þau fyr­ir­tæki sem hafa verið fjár­hags­lega veik­ari virðast hafa verið að helt­ast úr lest­inni und­an­far­in þrjú til fjög­ur ár og þau verið keypt eða tek­in yfir af stærri fyr­ir­tækj­um. Það hef­ur orðið tölu­verð samþjöpp­un í grein­inni. Þró­un­in er öll í þá átt­ina,“ er haft eft­ir Jónasi.

Veiðigjöld­in hraði hagræðingu

Daði Már Kristó­fers­son, auðlinda­hag­fræðing­ur við Há­skóla Íslands, seg­ir þá að því hærri sem veiðigjöld­in séu, þeim mun meira hraði þau hagræðingu í grein­inni, enda leiði þau til þess að fyr­ir­tæki sem geti ekki skapað verðmæti til þess að standa und­ir gjald­tök­unni drag­ist aft­ur úr.

Seg­ir enn frem­ur í um­fjöll­un­inni að arðsemi eigna í sjáv­ar­út­vegi hafi dreg­ist sam­an um þriðjung frá 2009 til 2016, á sama tíma og arðsemi í at­vinnu­líf­inu hafi auk­ist um nærri sjö­tíu pró­sent. Arðsemi sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sé engu að síður tals­vert betri en al­mennt í at­vinnu­líf­inu.

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að fyrstu þrjá mánuði fisk­veiðiárs­ins hefðu inn­heimt veiðigjöld verið á bil­inu frá 936 millj­ón­um og upp í 1.057 millj­ón­ir króna.

mbl.is