Öryggi sjómanna skerðist

Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sækir hér veikan sjómann um …
Áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sækir hér veikan sjómann um borð í rússneskan togara, djúpt út af Reykjanesi. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Öryggi sjó­manna mun skerðast, gangi eft­ir sú fyr­ir­ætl­un stjórn­valda að lækka fjár­fram­lög til Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Þetta full­yrðir Lands­sam­band smá­báta­eig­enda, sem lýs­ir mikl­um áhyggj­um vegna áformanna.

Í til­kynn­ingu frá sam­band­inu seg­ir að það skori á alþing­is­menn að tryggja nægt fjár­magn til rekst­urs Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þannig að tryggð verði sú þjón­usta sem henni sé lög­skipað að sinna.

„Þyrluþjón­usta er ör­ygg­isþátt­ur sem ávallt verður að vera vel sinnt og ekki má und­ir nein­um kring­um­stæðum draga úr,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Gæti leitt af sér björg­un­ar­miðstöð á Íslandi

„Lands­sam­band smá­báta­eig­enda ít­rek­ar fyrri samþykkt­ir sín­ar á nauðsyn þess að ræða við ná­grannaþjóðir okk­ar um hvort hugs­an­legt væri að ein­hver þeirra eða all­ar gætu ásamt Íslend­ing­um komið að rekstri þyrlna við Norður-Atlants­haf. Ljóst er að nokkr­ar þjóðir hefðu þar beina hags­muni, eins og Fær­ey­ing­ar, Norðmenn, Dan­ir og Græn­lend­ing­ar.“

Ef af yrði er sam­starfið sagt geta jafn­vel leitt af sér stofn­un sam­eig­in­legr­ar björg­un­ar­miðstöðvar við Norður-Atlants­haf, með aðset­ur hér á landi.

Morg­un­blaðið greindi á laug­ar­dag frá þeim áform­um Gæsl­unn­ar að leigja mögu­lega eina þyrlu til út­landa í að minnsta kosti tvo mánuði á þessu ári.

mbl.is