Akurey og Drangey til veiða í vikunni

Engey og Akurey, tvö nýrra systurskipa HB Granda.
Engey og Akurey, tvö nýrra systurskipa HB Granda. Ljósmynd/Kristján Maack

Ak­ur­ey AK hélt í sína fyrstu veiðiferð í gær og ráðgert er að Drang­ey SK fari til veiða síðar í vik­unni. Síðustu mánuði hef­ur verið unnið að því hjá Skag­an­um 3X á Akra­nesi að setja marg­vís­leg­an búnað um borð í skip­in.

Reikna má með að þess­ar veiðiferðir verði öðrum þræði „tæknit­úr­ar“ til að fínstilla tæki og búnað og verða starfs­menn frá Skag­an­um um borð. Taf­ir urðu á því að Ak­ur­ey kæm­ist til veiða því panta þurfti að nýju hátt í 100 tölvu­nema í lest­ar­kerfi frá er­lend­um fram­leiðanda.

Ak­ur­ey er eitt þriggja syst­ur­skipa, sem HB Grandi fékk á síðasta ári, en skip­in voru smíðuð í Céliktrans-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi. Fyrst kom Eng­ey og hef­ur skipið verið á veiðum síðustu mánuði. Viðey var þriðja og síðust í röð systr­anna og er unnið að því á Akra­nesi að setja búnað í skipið.

Drang­ey SK er í eigu FISK á Sauðár­króki og kom til heima­hafn­ar í lok ág­úst á síðasta ári. Það er eitt fjög­urra syst­ur­skipa sem voru smíðuð hjá Cem­re-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi. Hin eru Björg EA, Björg­úlf­ur EA og Kald­bak­ur EA, sem eru í eigu Sam­herja og Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga. Öll komu skip­in til lands­ins í fyrra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: