„Höfum tekið stökk inn í nýja öld“

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey.
Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey. Ljósmynd/HB Grandi

„Það geng­ur mjög vel. Skip og búnaður hafa staðið fylli­lega und­ir vænt­ing­um og ég lít svo á að með til­komu þess­ara nýju skipa þá höf­um við tekið stökk inn í nýja öld,“ seg­ir Ei­rík­ur Jóns­son, skip­stjóri á ís­fisk­tog­ar­an­um Ak­ur­ey AK. Tog­ar­inn er nú í fyrsta túrn­um eft­ir að milli­dekkið var inn­réttað og sjálf­virkt lest­ar­kerfi var sett í skipið hjá Skag­an­um 3X á Akra­nesi.

„Þótt þetta sé fyrsta ferðin þá er ekki um eig­in­lega veiðiferð að ræða. Við erum fyrst og fremst að prófa all­an búnað sem sést best á því að af 18 manns um borð eru átta tækni­menn,“ er haft eft­ir Ei­ríki á vef HB Granda en að sögn hans hef­ur all­ur búnaður virkað nán­ast full­kom­lega.

Engey og Akurey, tvö nýrra systurskipa HB Granda.
Eng­ey og Ak­ur­ey, tvö nýrra syst­ur­skipa HB Granda. Ljós­mynd/​Kristján Maack

Sest­ur aft­ur á skóla­bekk

„Það hef­ur lít­il­ræði komið upp varðandi aðgerðaraðstöðuna á milli­dekk­inu en sjálf­virka lest­ar­kerfið hef­ur virkað hnökra­laust. Tölvu­búnaður­inn og stýr­ing­arn­ar í brúnni eru aðal­málið. Það tek­ur tíma að læra full­kom­lega á þenn­an búnað og í raun má segja að ég sé aft­ur sest­ur á skóla­bekk,“ seg­ir Ei­rík­ur en í máli hans kem­ur fram að það sé sann­kölluð bylt­ing að fá þetta nýja skip í stað Stur­laugs H. Böðvars­son­ar AK.

„Ég segi þetta ekki til að gera lítið úr Stur­laugi, öðru nær, en það skip var orðið gam­alt og all­ur aðbúnaður og vinnuaðstaða í nýja skip­inu er marg­falt betri en við höf­um átt að venj­ast. Ég hef sjálf­ur prófað að vinna á milli­dekki og í lest á báðum skip­um og mun­ur­inn er ótrú­leg­ur.“

Halda til hafn­ar í kvöld

Til­rauna­veiðiferð Ak­ur­eyj­ar hófst að kvöldi síðastliðins þriðju­dags en vegna brælu leið miðviku­dag­ur­inn all­ur án þess að hægt væri að setja veiðarfæri í sjó, að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

„Við erum djúpt vest­ur af Reykja­nesi og gát­um byrjað veiðar á aðfar­arnótt fimmtu­dags. Við erum að svip­ast um eft­ir karfa og horf­um ekki til magns í því sam­bandi. Þrátt fyr­ir það vor­um við komn­ir með rúm­lega 30 tonn eft­ir sól­ar­hring­inn,“ seg­ir Ei­rík­ur.

„Ég á von á því að við höld­um til hafn­ar í kvöld. Svo fara nokkr­ir dag­ar í að und­ir­búa skipið og svo á ég von á því að við för­um inn á þá áætl­un sem Stur­laug­ur var á. Sem bet­ur fer gát­um við notað það góða skip fram á síðasta dag áður en skipt var yfir á Ak­ur­ey.“

mbl.is