400 fá sent bréf

mbl.is/Kristinn

Um 400 einstaklingar sem voru skjólstæðingar mannsins sem er grunaður um kynferðisbrot gagnvart barni fá send bréf frá Barnavernd Reykjavíkur.  Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Frétt Vísis frá því í gærkvöldi

Í gær greindi Stöð 2 frá því að maðurinn, sem starfaði á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar, sé  grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald nú í janúar.

Öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað er í bréfinu boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Haft verður samband við foreldra þess hóps sem enn er á barnsaldri.

mbl.is