Varað við „meiri háttar flóðum“

Marshall-eyjar standa lágt yfir sjávarmáli.
Marshall-eyjar standa lágt yfir sjávarmáli.

Björg­un­araðilar eru í viðbragðsstöðu í Maj­uro, höfuðborg Mars­hall-eyja, í kjöl­far viðvarna um flóðahættu. Mars­hall-eyj­ar liggja lágt og hafa því orðið mjög fyr­ir barðinu á hækk­andi sjáv­ar­stöðu í kjöl­far lofts­lags­breyt­inga. Hef­ur veður­stof­an varað við „meiri hátt­ar flóðum“ í kvöld og fram eft­ir næstu viku. 

Skurðgröf­um hef­ur verið komið fyr­ir á ákveðnum svæðum um­hverf­is Maj­uro svo að hægt verði að bregðast við flóðunum með hraði. 

Maj­uro stend­ur í inn­an við 1 metra hæð yfir sjáv­ar­máli. Á hverju ári flæðir yfir vegi vegna há­flóða sem verða og ber sjór­inn með sér sand og rusl á land. 

mbl.is