Siglt heim til hafnar í fyrsta sinn

Máninn faldi sig að hálfu bak við fjallið þegar Óli …
Máninn faldi sig að hálfu bak við fjallið þegar Óli á Stað kom til hafnar, en í baksýn má einnig sjá fiskvinnslu Stakkavíkur. Hermann segir bátinn stóran og öflugan, en hann er nefndur í höfuðið á föður hans. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Því var fagnað á miðvikudag þegar hið nýsmíðaða skip, Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Grindavík. Báturinn er með krókaaflamark og er í eigu Stakkavíkur, sem lét smíða hann á síðasta ári í skipasmíðastöðinni Seigi. Skráð lengd hans er 13,17 metrar og er hann tæp 30 brúttótonn.

„Þetta er stór og öflugur bátur með mikla burðargetu,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur, og bætir við að um sé að ræða gott sjóskip.

„Þetta er alvöru skip sem getur komið með gæða hráefni að landi.“

Heimahöfn. Óli á Stað var smíðaður í skipasmiðastöð Seigs á …
Heimahöfn. Óli á Stað var smíðaður í skipasmiðastöð Seigs á síðasta ári og mun veiða í krókaaflamarkskerfinu. Nú er hann kominn heim, sagði Hermann framkvæmdastjóri þegar slegið var á þráðinn til hans. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi
mbl.is