Siglt heim til hafnar í fyrsta sinn

Máninn faldi sig að hálfu bak við fjallið þegar Óli …
Máninn faldi sig að hálfu bak við fjallið þegar Óli á Stað kom til hafnar, en í baksýn má einnig sjá fiskvinnslu Stakkavíkur. Hermann segir bátinn stóran og öflugan, en hann er nefndur í höfuðið á föður hans. Ljósmynd/Víkurfréttir/Hilmar Bragi

Því var fagnað á miðviku­dag þegar hið ný­smíðaða skip, Óli á Stað GK-99, kom í fyrsta sinn til heima­hafn­ar í Grinda­vík. Bát­ur­inn er með króka­afla­mark og er í eigu Stakka­vík­ur, sem lét smíða hann á síðasta ári í skipa­smíðastöðinni Seigi. Skráð lengd hans er 13,17 metr­ar og er hann tæp 30 brútt­ót­onn.

„Þetta er stór og öfl­ug­ur bát­ur með mikla burðargetu,“ seg­ir Her­mann Th. Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Stakka­vík­ur, og bæt­ir við að um sé að ræða gott sjó­skip.

„Þetta er al­vöru skip sem get­ur komið með gæða hrá­efni að landi.“

Heimahöfn. Óli á Stað var smíðaður í skipasmiðastöð Seigs á …
Heima­höfn. Óli á Stað var smíðaður í skipa­smiðastöð Seigs á síðasta ári og mun veiða í króka­afla­marks­kerf­inu. Nú er hann kom­inn heim, sagði Her­mann fram­kvæmda­stjóri þegar slegið var á þráðinn til hans. Ljós­mynd/​Vík­ur­frétt­ir/​Hilm­ar Bragi
mbl.is