Farsælum ferli Sturlaugs lokið

Sturlaugur á siglingu. Skipið var smíðað árið 1981.
Sturlaugur á siglingu. Skipið var smíðað árið 1981. Ljósmynd/HB Grandi

Ísfisk­tog­ar­inn Stur­laug­ur H. Böðvars­son AK kom úr sinni síðustu veiðiferð fyr­ir HB Granda aðfaranótt þriðju­dags í síðustu viku. Var afl­inn um 90 tonn af karfa, þorski og ufsa, en með veiðiferðinni lauk far­sæl­um ferli skips­ins und­ir merkj­um HB Granda.

Greint er frá þessu á vef út­gerðar­inn­ar en áður hef­ur verið fjallað um ný­smíðina Ak­ur­ey, sem leys­ir Stur­laug af hólmi.

Stur­laug­ur H. Böðvars­son AK var smíðaður hjá skipa­smíðastöð Þor­geirs og Ell­erts árið 1981 fyr­ir Grund­firðinga og hét þá Sig­urfari SH. Tog­ar­inn, sem er 58,30 metra lang­ur og mæl­ist 431 brúttó­rúm­lest, kostaði á sín­um tíma 37,3 millj­ón­ir króna að teknu til­liti til fjár­magns­kostnaðar á smíðatím­an­um, að því er fram kem­ur á vef HB Granda.

Hann komst síðar í eigu Har­ald­ar Böðvars­son­ar hf. og fékk þá Stur­laugs­nafnið. Eft­ir sam­ein­ingu Granda og Har­ald­ar Böðvars­son­ar í HB Granda hef­ur skipið verið gert út und­ir merkj­um fé­lags­ins.

Skip­stjóri í síðustu veiðiferð Stur­laugs H. Böðvars­son­ar fyr­ir HB Granda var Jón Frí­mann Ei­ríks­son en hann er son­ur Ei­ríks Jóns­son­ar, sem hef­ur verið skip­stjóri á Stur­laugi frá ár­inu 2009. Hann er nú tek­inn við Ak­ureynni.

mbl.is