Loðnir mega ekki bjóða sig fram

Angus er repúblikani að sögn eigandans.
Angus er repúblikani að sögn eigandans. Skjáskot

Yf­ir­völd í Kans­as hafa stigið á brems­una og bannað að hund­ur fái að bjóða sig fram sem rík­is­stjóra. 

Sjón­varps­stöðin KWCH-TV sagði frá því um helg­ina að Terr­an Woolley, íbúi í Hutchinson, hefði ákveðið að skila inn gögn­um fyr­ir hönd hunds­ins síns til að staðfesta fram­boð hans til rík­is­stjóra. Hund­ur­inn er þriggja ára og svar­ar (yf­ir­leitt) nafn­inu Ang­us.

Þetta ákvað Woolley að gera eft­ir að hafa heyrt að sex ung­ling­ar hefðu þegar til­kynnt um fram­boð sitt. Ung­ling­arn­ir eru að not­færa sér glufu í kosn­inga­lög­gjöf­inni en þar er hvergi að finna tak­mörk á aldri þeirra sem bjóða sig fram. Þessu stend­ur hins veg­ar til að breyta að aflokn­um kosn­ing­un­um í sum­ar. 

Ang­us er af kyni veiðihunda og Woolley komst að því að hann væri re­públi­kani. Hann lýst­ir Ang­usi sem um­hyggju­söm­um ein­stak­lingi sem sé um­hugað um vel­ferð mann­kyns og allra skepna, fyr­ir utan reynd­ar íkorna. 

Í frétt AP-frétta­stof­unn­ar hef­ur það nú feng­ist staðfest frá stjórn­völd­um að Ang­us geti ekki boðið sig fram og það eigi við aðra af hans teg­und einnig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina