Skoða aðferðir við að finna örplast

Matís rannsakar hvort plastagnir séu að finna í neysluvatni hér …
Matís rannsakar hvort plastagnir séu að finna í neysluvatni hér á landi. AFP

Sér­fræðing­ar hjá Matís vinna að því að þróa rann­sókn­araðferð á því hvernig hægt sé að skoða plastagn­ir í neyslu­vatni. „Við erum að prófa okk­ur áfram með þá tækni sem við erum með hér inn­an­húss. Þetta er fyrsta skrefið og við erum að nýta okk­ur þekk­ingu úr rann­sókn­ar­verk­efn­um þar sem það eru ekki til staðlaðar aðferðir við þess­ar grein­ing­ar þannig að við erum að setja sam­an aðferð sem við treyst­um og prófa hana til að gefa raun­hæfa niður­stöðu,“ seg­ir Hrönn Ólína Jör­unds­dótt­ir um­hverf­is­efna­fræðing­ur hjá Matís.

Í niður­stöðu mæl­inga Orku­veit­unn­ar á plastögn­um fund­ust 0,2-0,4 plastagn­ir í hverj­um lítra af vatni í vatns­sýn­um sem safnað var úr vatns­veitu Veitna í Reykja­vík. Þetta sam­svara því að 1-2 örplastagn­ir finn­ist í hverj­um 5 lítr­um vatns. Greint var frá þess­ari niður­stöðu 9. fe­brú­ar síðastliðinn. Sýn­in voru send til út­landa til frek­ari rann­sókn­ar. Þetta var fyrsta rann­sókn­in sem var gerð á örplasti í neyslu­vatni hér á landi.  

Ekki er til viður­kennd sýna­töku- og grein­ing­araðferð þegar kem­ur að rann­sókn­um á örplasti í neyslu­vatni. Eng­ar reglu­gerðir eru held­ur til um örplast í neyslu­vatni, né held­ur viðmiðun­ar­mörk, eða krafa gerð um hreins­un örplasts úr neyslu­vatni. 

„Við ger­um alls kon­ar rann­sókn­ir á neyslu­vatni sam­kvæmt reglu­gerðum en plastagn­ir falla á milli reglu­gerða og að við ger­um ekki ráð fyr­ir þeim,“ seg­ir Hrönn.     

Rann­sókn Matís sem er á til­rauna­stigi og er svo­kölluð „pi­lot“ til­raun bygg­ir á sýn­um sem um sex til sjö starfs­menn Matís hafa tekið heima hjá sér. Unnið er að því að prófa mis­mun­andi rann­sókn­araðferðir. 

Ef plastagn­ir finn­ast þarf að spyrja hvaðan þær koma

„Þessi rann­sókn get­ur ein­göngu sagt til um hvort við finn­um plastagn­ir og ef við finn­um þær verðum við að kort­leggja dreif­ing­una bet­ur og svo spyrja hvaðan þær koma?“ seg­ir Hrönn. Plast get­ur borist í neyslu­vatn með ólík­um leiðum til dæm­is í gegn­um leiðslur, með blönd­un­ar­tækj­um eða grunn­vatn­inu sem dæmi séu tek­in. Niður­stöður úr þess­ari til­raun er að vænta í næsta mánuði.  

Hrönn bend­ir á að  fjöl­mörg­um spurn­ing­um sé ósvarað varðandi örtrefjar eða plastagn­ir í um­hverfi okk­ar. Til að mynda hafa hér á landi eng­ar rann­sókn­ir verið gerðar á því hvort það sé að finna í sjón­um í kring­um landið, hvað þá í sjáv­ar­líf­ver­um. 

Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa ekki náð að svara því hvaða áhrif plastagn­ir í neyslu­vatni geta haft á mans­lík­amann. „Það tek­ur tíma að safna upp þekk­ingu á þessu sviði og vís­inda­sam­fé­lagð er að rann­saka þetta meira,“ seg­ir Hrönn. 

Plastið er stærsta um­hverf­is­vanda­málið sem við stönd­um frammi fyr­ir, að sögn Hrann­ar. „Það er í sjálfu sér minna mál að tína upp plast úr um­hverf­inu en þetta fer að verða virki­legt vanda­mál þegar það verður að örplasti því þá er ómögu­legt að end­ur­vinna það úr um­hverf­inu,“ seg­ir Hrönn. 

mbl.is