„Er þetta ekki bara frekja?“

„Þarna sat hann uppi í rúmi og gerði ekki neitt.“
„Þarna sat hann uppi í rúmi og gerði ekki neitt.“ mbl.is/Hari

Hann er rúm­lega tví­tug­ur og á í fá hús að venda þar sem hann hef­ur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hef­ur hann verið erfiður. Tíu ára gam­all var hann greind­ur með mótþróaþrjóskurösk­un og sam­skipti við annað fólk hafa alltaf reynst hon­um erfið. En námið sótt­ist alltaf vel, svo lengi sem hann fékk að sinna því á sín­um hraða og þegar hann vildi.

Hann og bróðir hans, sem er tæp­um tveim­ur árum yngri, voru alltaf mikið sam­an og að sögn móður þeirra höfðu þeir slæm áhrif á hvor ann­an. Sá yngri er með ADHD og var í tals­verðri neyslu á yngri árum en hef­ur haldið sér á beinu braut­inni frá 17 ára aldri og geng­ur allt í hag­inn í dag. 

Þegar þeir voru 11 og 13 ára kynnt­ust þeir eldri strák og byrja að reykja kanna­bis með hon­um. Þá fór bolt­inn að rúlla hjá þeim eldri og fimmtán ára var hann kom­inn í mikla neyslu.

Móðir hans seg­ir að þau hafi fengið mik­inn stuðning frá fé­lags­mála­yf­ir­völd­um í þeirra bæj­ar­fé­lagi og hann lauk grunn­skóla­námi í sér­úr­ræði sem boðið er upp á fyr­ir börn sem glíma við margs kon­ar vanda.

Sonur hennar hafði fyrir átján ára aldur verið á Stuðlum, …
Son­ur henn­ar hafði fyr­ir átján ára ald­ur verið á Stuðlum, Lækj­ar­bakka, Há­holti, Vogi og Staðar­felli. Ekk­ert þess­ara úrræði dugði. mbl.is/​Hari

Áður en hann varð 18 ára var hann oft neyðar­vistaður á Stuðlum, hann dvaldi á Lækj­ar­bakka og eins fór hann í gegn­um meðferðir á Stuðlum sem og á Vogi og í fram­haldsmeðferð á Staðar­felli. Jafn­framt var hann á Há­holti um tíma. Á meðan hann var á Há­holti var hann ekki í neyslu, seg­ir móðir hans og fjöl­skyld­an fékk langþráða hvíld sem ekki var vanþörf á enda oft mjög erfitt sam­band milli bræðranna. 

Sá yngri náði að slíta sig úr öllu rugli og geng­ur mjög vel í dag og hef­ur gert í mörg ár. Annað var uppi á ten­ingn­um með þann eldri og tók það hann ekki lang­an tíma að brenna all­ar brýr að baki sér í öll­um þeim úrræðum sem hon­um var komið í.

Tek­inn út af heim­il­inu 16 ára

Þegar hann var 16 ára gam­all var hann tek­inn út af heim­il­inu þar sem ástandið var orðið mjög slæmt og yngri systkini hrein­lega í hættu, seg­ir móðir hans. Barna­vernd leigði fyr­ir hann her­bergi þar sem hann bjó í eitt ár.

„Það var hræðilegt og her­bergið í raun og veru greni þar sem hann þreif sig ekki né held­ur í kring­um sig. Þarna sat hann all­an dag­inn, spilaði tölvu­leiki og reykti kanna­bis. Ég kom reglu­lega til hans og reyndi að gera eitt­hvað fyr­ir hann en þetta var hreint út sagt viðbjóður,“ seg­ir móðir hans.

Um leið og barna­vernd hætti að borga leig­una fór hann á flakk á kafi í neyslu og fram­fleytti sér meðal ann­ars með fíkni­efna­sölu. Hann var rænd­ur þegar hann var að selja dóp og það hafði mik­il áhrif á hann og ákveður hann í kjöl­farið að hætta allri neyslu.

Tókst að ná sér upp og stóð sig vel 

Móðir hans seg­ir að hon­um hafi tek­ist það án ut­anaðkom­andi aðstoðar. Flutti tíma­bundið til vin­ar síns sem bjó úti á landi og var í einn mánuð að afeitra sig. „Hann tók í raun allt í gegn, mataræði sem og annað. Þetta er í fyrsta skipti sem hann hætt­ir neyslu að eig­in frum­kvæði og þrátt fyr­ir að fyrstu mánuðirn­ir á eft­ir hafi verið mjög erfiðir þar sem hann glímdi við mikið þung­lyndi og vildi helst ekki fara fram úr rúm­inu þá tókst hon­um að rífa sig upp úr þessu og fór að mæta á spila­kvöld þar sem fólk hitt­ist og spil­ar borðspil,“ seg­ir hún.

Heimilislausir hafa búið á tjaldstæðinu í Laugardal undanfarna mánuði.
Heim­il­is­laus­ir hafa búið á tjald­stæðinu í Laug­ar­dal und­an­farna mánuði. mbl.is/​Hari

Í haust hryn­ur hann niður í þung­lyndi, missti vinn­una og fer inn á geðdeild þar sem hann var í mjög al­var­leg­um sjálfs­vígs­hug­leiðing­um.

Dvöl­in á geðdeild gerði hon­um ekk­ert gagn, seg­ir móðir hans. Eina sem var í boði voru geðdeyfðar­lyf sem hann er ósátt­ur við að taka. „Þarna sat hann uppi í rúmi og gerði ekki neitt. Í tvígang var hann lagður inn á geðdeild­ina á Hring­braut og ég man þegar ég kom til hans í heim­sókn í eitt skipti um tvöleytið og þá hafði eng­inn litið til hans þann dag­inn fyr­ir utan þá sem gáfu hon­um lyf. Hann var í sjálfs­vígs­hættu og það hafði eng­inn einu sinni talað við hann, ekki orð,“ seg­ir hún.

Þegar hann er byrjaður að neyta kanna­bis að nýju vísaði hún hon­um út af heim­il­inu enda fór hann ekki að nein­um regl­um og ástandið orðið óþolandi fyr­ir aðra á heim­il­inu, svo sem yngri systkini. 

Að sögn móður hans reyndi hún fyr­ir nokkr­um vik­um að fá hann nauðung­ar­vistaðan á geðdeild án ár­ang­urs enda orðinn átján ára og ef hann vill ekki vera á geðdeild er ekki hægt að þvinga hann til þess nema með því að svipta hann sjálfræði.

Hann hef­ur hótað henni líf­láti og of­beldi og eins að skaða sjálf­an sig ít­rekað. Lög­regl­an hef­ur hand­tekið hann og flutt á geðdeild en hann er alltaf kom­inn út strax seg­ir hún.

„Lög­reglu­menn hafa jafn­vel sagt við mig að þetta sé bara frekja í hon­um og að dreng­ur­inn minn sé bara að kafna úr frekju. Mér hef­ur jafn­vel verið sagt að hann sé bara að ögra mér. Hvaða svör eru þetta?“ seg­ir hún.

Ráðlagt að fá hann svipt­an sjálfræði

Henni var ráðlagt að fá hann svipt­an sjálfræði og hún óskaði eft­ir því við héraðslækni líkt og gera þarf í slík­um til­vik­um. „Mér var síðan ráðlagt í aðstand­endaviðtali af starfs­manni geðdeild­ar að kæra dreng­inn minn. Það sé eina leiðin til þess að hann verði lagður inn og fái þá aðstoð sem hann þarf.

Þegar ég legg fram kær­una er hann í fanga­klefa vegna hót­ana í minn garð og skila­boða sem hann sendi mér þar sem hann hót­ar ekki bara mér held­ur einnig að skaða sjálf­an sig. Ég er varla kom­in út af lög­reglu­stöðinni þegar hann geng­ur út þar sem lög­regl­an hef­ur ekki önn­ur úrræði í til­vik­um sem þessu. Það er, þegar ein­stak­ling­ur, sem er orðinn 18 ára gam­all, neit­ar að þiggja aðstoð enda þýðir aðstoðin að fíkni­efn­in eru tek­in af hon­um með til­heyr­andi frá­hvörf­um og van­líðan. Þar sem kær­an var ekki að skila neinu dró ég hana til baka enda ekki til­gang­ur­inn með henni að fá son minn dæmd­an í fang­elsi. Ef eitt­hvað er ör­uggt þá er hann ekki að fá þá hjálp sem hann þarf á að halda.

Það eru eng­in úrræði í boði fyr­ir son minn. Hann hót­ar mér og sjálf­um sér skaða en það er ekki nóg. Hvenær verður nóg? Þegar hann er dá­inn?

Ég er að biðja um úrræði eins og að fá son minn nauðung­ar­vistaðan í þrjá til fjóra daga á meðan hann nær átt­um. En því miður er það ekki í boði þrátt fyr­ir að hann hafi verið lagður inn á geðdeild í tíu skipti frá því í nóv­em­ber. Þau hafa jafn­vel þurft að sprauta hann niður vegna of­beld­is og sturlun­ar.

Ég er á því að geðheil­brigðis­kerfið sé erfiðara en hann. Það hef­ur auðmýkt mig meira en hann. Ég sem hélt að þegar ég var að tak­ast á við barna­vernd­ar­kerfið að það væri erfitt sem það svo sann­ar­lega er. En þegar barnið þitt sem glím­ir við geðræn vanda­mál og fíkn á sama tíma þarf á hjálp að halda eft­ir 18 ára ald­ur eru all­ar dyr lokaðar eins og það horf­ir fyr­ir okk­ur.

Í hans til­viki þyrfti að loka hann inni í ein­hvern tíma og láta vím­una renna af hon­um. Það tek­ur tíma að losna við kanna­bisið úr lík­am­an­um og hann þarf fyrst og fremst tíma. Svo þarf hann að fá viðeig­andi geðhjálp þar sem vandi hans er greind­ur og unnið með hon­um að finna leið til að lifa með vand­an­um.

Þar sem hann er kom­inn yfir tví­tugt og hef­ur verið áður inni á Vogi þá er hann ekki í for­gangi þar. Hann sótti um meðferð um ára­mót­in en var sagt að hann þyrfti að bíða í tvo mánuði. Hann sagði þeim eins og satt var að hann myndi ekki lifa af í tvo mánuði enda er hann mjög kvíðinn og þung­lynd­ur.

Við erum að senda hann og aðra í þess­ari stöðu, það er glíma við tvíþætt­an vanda, fíkn og geðræn vanda­mál, fram af bjarg­brún­inni. Þessu fólki er kastað á milli staða enda ekk­ert hægt að gera. Fólk sem er komið á þenn­an stað í líf­inu er búið að glata svo miklu, svo sem færni að ann­ast sig sjálft, svo sem hrein­læti og fleira.

Hann er ekki eins og okk­ur þykir eðli­legt að rúm­lega tví­tug mann­eskja sé enda kanna­bisneysl­an búin að taka sinn toll. Þeir sem byrja að reykja gras á unglings­ár­um stöðvast oft í þroska og við sjá­um það með hann. Ég veit ekki hversu mik­il fíkn­in er hjá hon­um því hann seg­ist reykja kanna­bis til að láta sér líða bet­ur. Mamma þetta fær mig til að hlæja smá­stund seg­ir hann. Svo byrj­ar bara ballið aft­ur og mar­tröðin tek­ur við,“ seg­ir móðir þessa unga manns í sam­tali við mbl.is.  

Hún hef­ur ekki svarað sím­hring­ing­um og skila­boðum frá hon­um í ein­hvern tíma sem hún seg­ir hræðilegt enda viti hún aldrei hvort þetta er síðasta sím­talið eða síðustu skila­boðin sem hún fær frá hon­um.

„Þetta er barnið mitt og það ríf­ur í hjartað að svara ekki sím­töl­um frá hon­um eða skila­boðum en ég veit að það ger­ir illt verra ef ég reyni að hafa af­skipti. Hann hef­ur líka hótað mér á þann veg að systkini hans ótt­ast um mig,“ seg­ir hún.

Eitt­hvað virðist vera að rofa til í hans mál­um þar sem hon­um hef­ur verið boðið viðtal á Vogi og hann er reiðubú­inn til þess að gera hvað sem er til að fá aðstoð. Að sögn móður hans myndi skipta miklu máli ef í boði væri þverfag­legt teymi sem veitti fólki aðstoð sem stend­ur í þess­um spor­um eins og þau mæðgin hafa staðið í und­an­farna mánuði. Í stað þess að þurfa ít­rekað að ganga á veggi. Kerfið eigi ekki að mis­muna fólki eft­ir veik­ind­um því son­ur henn­ar er sjúk­ling­ur al­veg eins og sá sem glím­ir við lík­am­leg veik­indi eins og krabba­mein. 

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Heim­il­is­laus­um hef­ur fjölgað um 95% í Reykja­vík á fimm árum

Meg­inniður­stöður kort­lagn­ing­ar á fjölda og hög­um utang­arðsfólks í Reykja­vík árið 2017 eru að fjölgað hef­ur í hópi þeirra sem telj­ast utang­arðs og/​eða heim­il­is­laus­ir frá ár­inu 2012 um 95%.

Í júní 2017 voru sam­an­lagt 349 ein­stak­ling­ar skráðir sem utang­arðs og/​eða heim­il­is­laus­ir í Reykja­vík. Af þeim voru 58 ein­stak­ling­ar sagðir búa í lang­tíma­bú­setu­úr­ræðum.

Karl­ar voru í meiri­hluta þeirra sem töld­ust utang­arðs og/​eða heim­il­is­laus­ir, eða 68%. Flest­ir voru á aldr­in­um 21–40 ára, eða 47%. Fæst­ir voru í ald­urs­hóp­un­um 18–20 ára (2%) og 61–80 ára (7%).

Hlut­falls­lega fleiri kon­ur en karl­ar eru utang­arðs og/​eða heim­il­is­laus­ar á aldr­in­um 21–40 ára og 51–60 ára. Karl­ar eru hlut­falls­lega fleiri utang­arðs og/​eða heim­il­is­laus­ir á aldr­in­um 61–70 ára.

Af þeim 349 ein­stak­ling­um sem töld­ust vera utang­arðs og/​eða heim­il­is­laus­ir voru 11,3% af er­lend­um upp­runa. Yfir helm­ing­ur þeirra, eða 6%, var frá Póllandi.

Hlut­falls­lega fleiri kon­ur voru sagðar búa á göt­unni, í gisti­skýli og við ótrygg­ar aðstæður en karl­ar. Hlut­falls­lega fleiri karl­menn voru að ljúka stofn­ana­vist eða bjuggu í lang­tíma­bú­setu­úr­ræði. Flest­ir höfðu verið utang­arðs og/​eða heim­il­is­laus­ir leng­ur en í 2 ár, eða 39%. Ef lengd heim­il­is­leys­is er skoðuð eft­ir kyni kem­ur í ljós að hlut­fall kvenna og karla er nokkuð jafnt nema þegar kom að heim­il­is­leysi í 2 ár eða leng­ur, þá var hlut­fall karla 44% en kvenna 31%.

Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir mikilvægt að tryggja fólki …
Kristjana Gunn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, seg­ir mik­il­vægt að tryggja fólki hús­næði. mbl.is/​Hari

Hjá vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar eru 56 geðfatlaðir ein­stak­ling­ar á bið eft­ir sér­tæk­um hús­næðisúr­ræðum fyr­ir geðfatlaða. Á ár­inu 2017 var út­hlutað í 17 pláss og þarf af voru 11 fyr­ir geðfatlaða (hin voru fyr­ir fólk með þroska­höml­un og skyld­ar rask­an­ir). 

Vel­ferðarsvið rek­ur 3 sér­tæk hús­næðisúr­ræði fyr­ir ein­stak­linga með geðfötl­un og tvígrein­ing­ar. Um er að ræða tvo íbúðakjarna með 13 íbúðum og sam­eig­in­legri aðstöðu. Hlut­verk íbúðakjarn­anna er að veita fólki með geðfötl­un og tvígrein­ingu (eiga við fíkni­vanda að etja en eru óvirk­ir) bú­setu og aðstoð til að eiga sjálf­stætt og inni­halds­ríkt líf. Auk þess rek­ur vel­ferðarsvið eitt sam­býli fyr­ir átta karl­menn með geðfötl­un og fíkni­vanda (tvígrein­ing­ar) en sam­bæri­leg­ur stuðning­ur er veitt­ur þar og í íbúðakjörn­un­um seg­ir Kristjana Gunn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur.

Hún seg­ir að það vanti veru­lega úrræði fyr­ir ung­menni sem þurfa á aðstoð að halda. Borg­in reki eitt stuðnings­heim­ili fyr­ir ald­urs­hóp­inn 17-23 ára. Skil­yrði fyr­ir bú­setu eru að þau stundi  annaðhvort nám eða vinnu og neyti ekki vímu­gjafa. Þar búa þau með um­sjón­ar­manni sem held­ur heim­ili með þeim og veit­ir stuðning. Ekki er gert ráð fyr­ir að þau búi þar leng­ur en í tvö ár. Sum­ir flytja þó fyrr út og eru þá bún­ir að ná mark­miðum sín­um en aðrir þurfa hins veg­ar að fá stuðning áfram í ein­hverju formi og mögu­lega þurfa þau á fé­lags­legu leigu­hús­næði að halda.

Að sögn Kristjönu eiga þessi ung­menni það sam­eig­in­legt að geta ekki búið heima hjá for­sjáraðilum eða hafið eig­in bú­setu. Hvort held­ur sem það er vegna eig­in vanda eða ann­ars vanda á heim­il­inu. Þetta er heim­ili fyr­ir fjóra ein­stak­linga og að jafnaði er full nýt­ing og spurn eft­ir úrræðinu.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

„Það er mik­il­vægt að geta gripið þau þegar þau eru til­bú­in en því miður náum við því ekki alltaf þar sem við erum ekki með fleiri úrræði í boði,“ seg­ir Kristjana en Reykja­vík­ur­borg reyn­ir einnig að veita ungu fólki aðstoð í gegn­um ráðgjaf­arþjón­ustu þjón­ustumiðstöðva Reykja­vík­ur­borg­ar, m.a með fjár­hagsaðstoð ef þörf er á.

Til að mynda náms­styrki og styrki til fyr­ir­fram­greiðslu hús­næðis til að geta leigt á al­menn­um markaði. „Því það er svo mik­il­vægt að hafa þak yfir höfuðið. Ráðgjaf­ar á okk­ar veg­um hafa veitt mörg­um þeirra mik­inn stuðning og fylgt þeim eft­ir, til að mynda við að koma þeim inn í (eða tengja þau við) Fjölsmiðjuna, Virk starf­sendurend­ur­hæf­inu, Hringsjá og fleiri staði. 

Þjón­ustumiðstöðvar vel­ferðarsviðs hafa síðan verið að þróa úrræði sem tengja þau við fram­halds­skól­ana þar sem reynt er að veita þeim aðstoð eft­ir að grunn­skól­an­um slepp­ir. Fjöl­brauta­skól­inn í Ármúla hef­ur reynst okk­ur mjög vel og tekið mjög vel á móti ungu fólki sem þarf á stuðningi að halda. Mik­il reynsla kom­in á það sam­starf. Hið sama á við um Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti og Tækni­skól­ann,“ seg­ir Kristjana.

Hún seg­ir að sam­starfs­verk­efni Laug­ar­áss, meðferðardeild­ar geðsviðs Land­spít­al­ans fyr­ir ungt fólk, og vel­ferðarsviðs hafi gengið mjög vel. Fjór­ir ein­stak­ling­ar búa í sér­tæk­um hús­næðisúr­ræðum, hver í sinni íbúð, en Laug­ar­ás­inn ber ábyrgð á end­ur­hæf­ing­unni og starfs­menn vel­ferðarsviðs veita stuðning á heim­il­in. Í þessu verk­efni eru ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 20 - 30 ára. 

mbl.is/​Hari

Að sögn Kristjönu standa von­ir til þess að hægt verði að fjölga svona sam­starfs­verk­efn­um Land­spít­al­ans og vel­ferðarsviðs við ein­stak­linga sem þarfn­ast stuðnings.

„Síðan erum við með fær­an­legt teymi sem kall­ast Liðsauk­inn en það er ætlað fyr­ir ein­stak­linga með þroska­höml­un og skyld­ar rask­an­ir. Það veit­ir níu ein­stak­ling­um þjón­ustu inni á heim­ili þeirra í stað þess að þjón­ust­an þurfi að fara fram í sér­tæku hús­næðisúr­ræði. Við erum einnig að von­ast til að geta þróað þetta verk­efni áfram,“ seg­ir Kristjana.

Að henn­ar sögn er mik­ill vilji fyr­ir því að halda áfram að fjölga fé­lags­legu leigu­hús­næði á veg­um borg­ar­inn­ar. „Við gát­um út­hlutað tölu­vert mörg­um íbúðum á ár­inu 2017 eða alls 193 en fara þarf aft­ur til árs­ins 2010 til að sjá sam­bæri­leg­ar töl­ur. Alls fjölgaði nýj­um her­bergj­um og íbúðum um 147 á ár­inu 2017 og von­andi get­um við haldið áfram á þess­ari veg­ferð. En við get­um ekki ein tekið þetta að okk­ur og önn­ur sveit­ar­fé­lög verða að leggja sitt af mörk­um. Því það er grund­vall­ar­atriði að fólk hafi ör­uggt hús­næði því ef þú ert á göt­unni þá snýst allt um hvar þú eig­ir að sofa næstu nótt,“ seg­ir Kristjana Gunn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Halldóra F. Víðisdóttir og Nanna Briem starfa við sérstaka meðferðardeild …
Hall­dóra F. Víðis­dótt­ir og Nanna Briem starfa við sér­staka meðferðardeild geðsviðs Land­spít­al­ans, Laug­ar­ás, sem er ætlað ungu fólki. mbl.is/​Hari

Á Laug­ar­ás­vegi er rek­in sér­stök meðferðardeild, Laug­ar­ás, fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 18-30 ára með byrj­andi geðrofs­sjúk­dóm. 

Laug­ar­ás­inn er í sam­starfi við Reykja­vík­ur­borg varðandi bú­setu­úr­ræði líkt og fram kem­ur í viðtal­inu við Kristjönu Gunn­ars­dótt­ur, skrif­stofu­stjóra vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, en báðir aðilar eru mjög ánægðir með þetta sam­starf.

Und­ir geðrofs­sjúk­dóma flokk­ast ýms­ir sjúk­dóm­ar, eins og t.d. geðklofi, geðhvarfa­klofi og geðhvörf með geðrof­s­ein­kenn­um. Þeir ein­kenn­ast af geðrofi, sem er ástand þar sem erfitt er að greina á milli innri hug­ar­heims og raun­veru­leik­ans. Viðkom­andi skynj­ar þá og túlk­ar um­hverfi á ann­an hátt en aðrir og helstu ein­kenn­in eru of­skynj­an­ir, rang­hug­mynd­ir og hugs­anatrufl­an­ir.

Þær Hall­dóra F. Víðis­dótt­ir aðstoðardeild­ar­stjóri og Nanna Briem, yf­ir­lækn­ir á Laug­ar­ásn­um, segja að rann­sókn­ir sýni að ef gripið er inn snemma í geðrofs­sjúk­dóma og boðið upp á öfl­uga meðferð hafi það já­kvæð áhrif á bata­horf­ur í stað þess að láta ungt fólk ganga um með ómeðhöndluð ein­kenni geðrofs. 

Opið er all­an sól­ar­hring­inn á Laug­ar­ásn­um og að sögn Nönnu eru það ekki bara ein­stak­ling­ar sem koma til þeirra í þjón­ustu held­ur er öll fjöl­skyld­an hvött til að taka þátt enda um  lang­tímameðferð að ræða sem bygg­ir á góðu sam­starfi við fjöl­skyld­ur viðkom­andi. Laug­ar­ás­inn er dag­deild og seg­ir Nanna að þegar verið er að end­ur­hæfa fólk út í lífið aft­ur þá sé lang­best að gera það á þenn­an hátt enda líður flest­um best ef þeir geta sofið heima hjá sér.

Voru 14 árið 2010 en eru núna 108 tals­ins

„Við erum að sinna 108 ein­stak­ling­um í dag og nán­ast all­ir þeirra eru í dag­deild­arþjón­ustu. Við erum með legu­rými fyr­ir sjö en þau rými eru einkum nýtt fyr­ir fólk utan af landi og fyr­ir þá þjón­ustuþega okk­ar sem þurfa á skamm­tímainn­lögn að halda. Til að mynda ef snúa þarf ferli við, svo sem dag­legri rútínu og koma lyfja­gjöf á,“ seg­ir Nanna. 

Hall­dóra seg­ir að það sé ein­stak­lings­bundið hvort fólk komi á hverj­um degi eða sjaldn­ar.

„Við finn­um að það er annað að vera með deild fyr­ir ungt fólk en að vera með blandaða deild. Við höf­um því lagt okk­ur fram við að aðlaga okk­ur að unga fólk­inu okk­ar. Að hér sé hlý­legt um­hverfi og fátt sem minni á spít­ala. All­ir vel­komn­ir og geta komið hingað hvenær sem er,“ seg­ir Hall­dóra.

Nanna seg­ir að það hafi tek­ist furðuvel að hafa um­hverfið af­slappað. En 14 voru í þjón­ustu á Laug­ar­ásn­um þegar Land­spít­al­inn hóf þessa starf­semi á Laug­ar­ás­vegi árið 2010. Þrátt fyr­ir þessa miklu fjölg­un hef­ur tek­ist að halda um­hverf­inu af­slöppuðu og all­ir beri mikla virðingu fyr­ir staðnum og aldrei neinn has­ar í gangi, seg­ir hún. 

„Við eld­um all­an mat hér og reyn­um að halda þessu heim­il­is­legu. Við horf­um á ein­stak­ling­inn sem slík­an ekki sem sjúk­ling,“ seg­ir Hall­dóra. Við erum marga ein­stak­linga sem eru með ólík­ar þarf­ir og við mæt­um fólki þar sem það er statt. Það er gert með því að bjóða upp á ein­stak­lings­miðaða þjón­ustu. Rann­sókn­ir á því hvað ungt fólk vill fá út úr þjón­ust­unni sýna að það vill fá þjón­ust­una þegar það þarf á henni að halda og sam­fella sé í þjón­ust­unni og hún sveigj­an­leg,“ seg­ir Nanna. 

Að sögn Hall­dóru er mik­il áhersla lögð á hreyf­ingu og íþrótt­ir í góðu sam­starfi við World Class auk þess sem lista­smiðjur og tón­list­ariðkun er í boði. 

Þær eru vissar um að mun fleiri í þessum aldurshóp …
Þær eru viss­ar um að mun fleiri í þess­um ald­urs­hóp þurfi á þjón­ustu deild­ar­inn­ar að halda og geri megi ráð fyr­ir að fjöld­inn fari í 120 til 130 manns. mbl.is/​Hari

Marg­ir þeir sem blaðamaður hef­ur rætt við að und­an­förnu bera mikið lof á starf­sem­ina í Laug­ar­ásn­um og segja þær Nanna og Hall­dóra að þar skipti miklu að þau sem þar vinna leggi mikla áherslu á sveigj­an­leika en um leið þrjósku og þraut­seigju. 

„Eitt af ein­kenn­um ein­stak­linga í geðrofi er inn­sæ­is­leysi, þeir átt­ar sig ekki á því að þeir þurfi á aðstoð að halda. Önnur ein­kenni geta verið mikið fram­taksleysi og fé­lag­leg ein­angr­un. En við gef­um okk­ur ekki. Höld­um áfram að hringja í fólk og bönk­um upp á hjá viðkom­andi og hvetj­um til að koma til okk­ar í þjón­ustu. Við erum sveigj­an­leg og fylgj­um okk­ar fólki þétt eft­ir og brott­fallið úr þjón­ust­unni er þess vegna mjög lítið.“

Þær eru viss­ar um að mun fleiri í þess­um ald­urs­hóp þurfi á þjón­ustu deild­ar­inn­ar að halda og geri megi ráð fyr­ir að fjöld­inn fari í 120 til 130 manns. 

Vant­ar aukna fræðslu um geðrofs­sjúk­dóma

„Það sem við mynd­um vilja gera er að fara og fræða fólk um geðrofs­sjúk­dóma. Til að mynda í skól­um og víðar í sam­fé­lag­inu því ef ungt fólk er ekki að ná fót­festu í líf­inu og sinna sín­um hlut­verk­um eða ráða við skól­ann og þetta lag­ast ekki þá á að hugsa um hvort þetta geti verið geðrofs­sjúk­dóm­ar sem ami að. Að minnsta kosti að úti­loka það ekki og vita hvert hægt sé að leita,“ seg­ir Nanna.

Spurðar um hvort tekið sé á móti fólki sem er í neyslu segja þær að eng­inn sé úti­lokaður þó svo ekki sé hægt að hafa fólk í virkri neyslu í inn­lögn enda verði að tryggja ör­yggi annarra.

„Þetta er griðastaður þar sem sum­ir eru að reyna að halda sér edrú. Við vís­um fólki úr hús­inu ef það er und­ir áhrif­um en tök­um við því aft­ur þegar það er orðið edrú. Einu skipt­in sem við höf­um rekið fólk úr meðferð er þegar fólk er vís­vit­andi að dreifa fíkni­efn­um og selja hér í hús­inu. Þar verðum við að vísa fólki úr meðferð en um leið erum við búin að finna fyr­ir það önn­ur úrræði áður en við vís­um því úr meðferðinni. Brott­fall er mjög lítið og nán­ast ekki neitt hér hjá okk­ur enda eru þrjóska og sveigj­an­leiki það sem skil­ar þess­um ár­angri,“ seg­ir Nanna. 

Hall­dóra seg­ir að eft­ir að meðferð lýk­ur, en hún er allt að fimm ár, á Laug­ar­ásn­um eru göngu­deild­ar­úr­ræði í boði á veg­um Land­spít­al­ans auk þess sem fólk get­ur leitað til heilsu­gæsl­unn­ar.

Eitt af því sem mik­il áhersla er lögð á er að koma fólki í vinnu og það geng­ur mjög vel seg­ir Hall­dóra. Sér­stakt verk­efni að er­lendri fyr­ir­mynd er í gangi í sam­starfi við Virk starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóð sem geng­ur mjög vel. 

„Þau sem vilja vinna fá stuðning til þess í sam­starfi við at­vinnu­líf­stengla hjá Virk og meðferðart­eymið hér. Fund­in eru fjöl­breytt störf á al­menn­um vinnu­markaði eft­ir áhuga­sviði þeirra og ef þörf er á fá þau stuðning inn á vinnustaðinn. Í fyrstu voru fáir þjón­ustuþegar sem sýndu þessu áhuga en það hef­ur breyst mikið og undið upp á sig á mjög já­kvæðan hátt en um helm­ing­ur þeirra sem eru í þjón­ustu hjá Laug­ar­ási eru í þessu verk­efni seg­ir Hall­dóra og bæt­ir við að fyr­ir­tæki taki þessu mjög vel og eru mörg meira en til í að fá til sín ungt starfs­fólk sem er í þjón­ustu Laug­ar­áss. 

 „Nú lang­ar okk­ur til þess að leggja svipaða áherslu á nám því þetta er hóp­ur sem veikist á fram­halds­skóla­ár­un­um og flosn­ar upp úr námi. Ef við hjálp­um þeim ekki inn í skól­ana aft­ur þá eru þau alltaf lægst á þess­um þjóðfé­lags­stiga. Við erum að skoða leiðir til þess með form­legu sam­starfi við fram­halds­skól­ana en regl­ur sem sett­ar voru árið 2015 þar sem 25 ára og eldri eru sett­ir aft­ar í for­gangs­röðina þegar nem­end­ur eru inn­ritaðir í fram­halds­skóla eru að koma þess­um hóp illa. Því á þeim aldri eru þau kannski fyrst reiðubú­in til þess að setj­ast á skóla­bekk að nýju,“ seg­ir Hall­dóra. 

Eitt af því sem eyk­ur lík­ur á geðrofi og að ungt fólk þrói með sér lang­vinna geðrofs­sjúk­dóma er neysla á kanna­bis. Þetta sýna niður­stöður fjöl­margra rann­sókna. Kanna­bis get­ur gert geðrofs­sjúk­dóma verri en ytri aðstæður geta haft áhrif og fólk mis­næmt fyr­ir því.

Rann­sókn­ir hafa leitt í ljós að þeir sem nota kanna­bis reglu­lega á unglings­ár­um eru í 30-300% meiri áhættu að fá geðklofa miðað við sam­an­b­urðar­hóp. Þá birt­ist safn­grein­ing árið 2011 sem sýndi fram á að ald­ur við fyrsta geðrof var 2,7 árum fyrr hjá þeim sem höfðu notað kanna­bis en þeim sem fengu geðrof og höfðu ekki notað kanna­bis, að því er fram kom í grein sem birt var í Lækna­blaðinu.

Ef kerfið hefði virkað...
Ef kerfið hefði virkað... mbl.is/​Hari

Ef kerfið hefði virkað væri staðan hans önn­ur

Hann hef­ur hlotið fang­els­is­dóma en í dag er hann í góðum mál­um og vinnu. Ef kerfið hefði virkað eins og við ætl­umst til þess að það virki þá hefði hann vænt­an­lega aldrei endað í fang­elsi. 

Hann ólst upp við mjög erfiðar heim­ilisaðstæður þar sem drykkja og of­beldi voru tví­höfða þurs í hans lífi. Í litlu bæj­ar­fé­lagi þar sem all­ir vissu hvað gekk á inn­an veggja heim­il­is­ins en samt var það látið viðgang­ast og eng­inn gerði neitt. Eða eins og hann seg­ir: „Þegar hún rétti mér blóðugt hand­klæðið með þeim orðum að mamma hefði gleymt því þegar hún leitaði á sjúkra­húsið vegna þess að hún hefði gengið á hurð þá horfði ég á hana og spurði sjálf­an mig: ertu ekki að grín­ast? Ég var átta ára gam­all. Ég óskaði mér oft dauða en hefði samt aldrei viljað gera það sjálf­ur því að ég vildi ekki skilja mömmu eft­ir,“ seg­ir hann.

Hann öfundaði krakkana í bænum því þau gátu komist í …
Hann öf­undaði krakk­ana í bæn­um því þau gátu kom­ist í skjól hjá Rauða kross­in­um. Í hans heima­bæ var ekk­ert úrræði. mbl.is/​Hari

„Ég gat ekk­ert gert, ekk­ert. Þetta var ekk­ert heim­ili. Ég kláraði grunn­skól­ann en ég byrjaði mjög ung­ur að brjóta af mér og drekka. Ég mætti jafn­vel full­ur í skól­ann. Þegar ég var 12 ára var ég fyrst hand­tek­inn og þrátt fyr­ir að lög­regl­an hafi yf­ir­leitt komið á heim­ilið í hverri viku vegna ástands­ins þar þá var ekk­ert gert. Hvorki af hálfu lög­reglu né barna­vernd­ar­yf­ir­valda. Ég var bara brjálaður að þeirra mati. Hvað þá með þær aðstæður sem ég var sett­ur í?“ seg­ir hann. 

„Ég á eldra systkini sem var flutt og farið að búa en varð þó vitni af fyrstu ár­un­um. En þetta versnaði frá ári til árs.“

Of­beldið sem hann varð fyr­ir var and­legt, lík­am­legt og kyn­ferðis­legt og of­beld­ismaður­inn var stjúppabbi hans. Jafn­vel hund­ur­inn hans varð fyr­ir margskon­ar of­beldi af hálfu stjúp­ans.

„Hann beitti mömmu líka of­beldi og fékk kikk út úr því að láta mig horfa á. Þegar ég reyndi að verja hana en þá læsti hann þau inni í her­bergi og gætti þess að ég heyrði vein­in í henni. Hann var alltaf að reyna að brjóta mig niður og ef ég brást ekki nóg við þá bætti hann bara í,“ seg­ir hann.

„Ég er greindur með ofvirkni og áfallastreituröskun og með fíkniefnum …
„Ég er greind­ur með of­virkni og áfall­a­streiturösk­un og með fíkni­efn­um fékk hug­ur­inn hvíld og ég náði að sofa.“ mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Of­beldið á heim­il­inu hef­ur markað hann fyr­ir lífstíð en hann seg­ist alltaf hafa verið of­beld­is­hneigður og of­beldið beind­ist alltaf gegn körl­um. 

„Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég áttaði mig á því að ég hataði karla vegna of­beld­is­ins sem stjúpi minn beitti mömmu. Ég var alltaf að reyna að verja mömmu fyr­ir hon­um.

Ég man svo vel þegar ég kom til Reykja­vík­ur og sá að þar gátu krakk­arn­ir sem hengu á Hlemmi alltaf farið í at­hvarf á veg­um Rauða kross­ins. Ekk­ert slíkt var í boði í mín­um heima­bæ. Eina sem ég sagði frá var þegar ég lét vita af kyn­ferðis­legu of­beldi sem ég varð fyr­ir af hálfu konu þegar ég var 11 ára gam­all. Það tók mig mörg ár að jafna mig á þessu enda eitt­hvað sem ekk­ert 11 ára gam­alt barn á að þurfa að þola. Ég sagði hins veg­ar aldrei frá því sem gerðist inni á heim­il­inu. Aldrei.

Mér gekk vel í skóla og þar voru kenn­ar­ar sem sáu eitt­hvað í mér og vildu endi­lega að ég héldi áfram í skóla þó að mér liði aug­ljós­lega illa þar. Þegar ég kláraði tí­unda bekk var ég far­inn að heim­an og bjó hingað og þangað og fékk pen­ing hjá ömmu og afa fyr­ir mat.

„Sú mann­eskja sem hef­ur aðstoðað mig mest í gegn­um tíðina er sál­fræðing­ur sem ég fór eft­ir að ég var orðinn full­orðinn. Hún hef­ur staðið með mér í gegn­um þykkt og þunnt og hef­ur aldrei verið að stressa sig með greiðslur þegar illa stóð á. Hún heim­sótti mig jafn­vel í fang­elsið. Hún hjálpaði mér að öðlast þenn­an frið í hausn­um sem að áfengi og vímu­efni gerðu áður fyrr.

Ég er greind­ur með áfall­a­streiturösk­un, of­virkni og svo fylgdu fleiri með í byrj­un sem það tókst að vinna bug á þeim. Með fíkni­efn­um fékk hug­ur­inn hvíld og ég náði að sofa. Frek­ar fyndið að þegar ég var í dópi þá var ég ró­leg­ur en þegar ég var ekki í dópi var ég snar­vit­laus og all­ir viss­ir um að ég væri á kafi í dópi en þegar ég byrjaði að nota það voru all­ir sann­færðir um að ég væri ekki að gera það því ég var svo miklu ró­legri.

Sáfræðing­ur­inn hef­ur veitt mér mikla hjálp í að vinna með hvat­vís­ina og of­beldið sem býr alltaf í mér. En það hef­ur gengið mjög vel og ég nýti mér bjargráðin sem hún kenndi mér.  Ég veit eig­in­lega ekki hvar ég væri í dag ef hún hefði ekki aðstoðað mig. Því kerfið hef­ur al­gjör­lega brugðist mér og það allt frá því ég var barn,“ seg­ir hann.

Snýst um sam­fé­lagið

Hann seg­ir end­ur­kom­ur í fang­els­um hér á landi miklu al­geng­ari en í ná­granna­lönd­un­um og sam­fé­lagið eigi skilið að aðstaða fanga verði bætt, svo sem með aðkomu sál­fræðinga og annarra fagaðila.

„Þetta snú­ist ekki um fang­ana - að þeir hafi það betra - held­ur miklu frek­ar að fang­elsis­vist­in fari frá því að vera refsi­vist í betr­un­ar­vist. Flest­ir þeirra sem fara í fang­elsi vilja fara á beinu braut­ina en lítið er gert til þess að styðja þá á þeirri veg­ferð.

Hann seg­ir að eng­in sál­fræðiaðstoð sé í fang­els­un­um og eng­inn geðlækn­ir held­ur. Eitt af því sem hann bend­ir á sem gæti bætt líðan fanga mikið væri að auðvelda þeim að hitta börn­in sín. Því marg­ir þeirra sem afpláni í ís­lensk­um fang­els­um eiga börn og það sé eitt það versta sem nokk­ur maður þurfi að þola að fá ekki að hitta barnið sitt við mann­sæm­andi aðstæður.

„Við get­um ekki sinnt hverj­um og ein­um með full­nægj­andi hætti. …
„Við get­um ekki sinnt hverj­um og ein­um með full­nægj­andi hætti. Einn til tveir sál­fræðing­ar sem fara í fang­elsi geta ekki sinnt 200 föng­um en þetta er það sem við höf­um til ráðstöf­un­ar," seg­ir Páll Win­kel, fang­els­is­mála­stjóri. mbl.is/​Hari


Páll Win­kel fang­els­is­mála­stjóri sagði í viðtali við mbl.is fyr­ir ára­mót  að þegar barn er orðið full­orðið og kem­ur í þjón­ustu hjá Fang­els­is­mála­stofn­un eru 150 til 200 aðrir fang­ar í afplán­un í fang­els­um. Um 200 eru að afplána í sam­fé­lagsþjón­ustu á hverj­um tíma, 200 eru á reynslu­lausn og 550-600 eru að bíða eft­ir því að fara í afplán­un. Alls rúm­lega eitt þúsund ein­stak­ling­ar.

Þess­um hópi sinna þrír sál­fræðing­ar, tveir fé­lags­ráðgjaf­ar og einn meðferðarfull­trúi. Af skjól­stæðing­um Fang­els­is­mála­stofn­un­ar eru 50-70% að glíma við ein­hvers kon­ar fíkn.

„Við get­um ekki sinnt hverj­um og ein­um með full­nægj­andi hætti. Einn til tveir sál­fræðing­ar sem fara í fang­elsi geta ekki sinnt 200 föng­um en þetta er það sem við höf­um til ráðstöf­un­ar. Þegar ung­menni, eldri en 18 ára, kem­ur til afplán­un­ar hjá okk­ur þá eru þetta sér­fræðing­arn­ir sem við höf­um yfir að ráða.

Þetta veld­ur því að við verðum að for­gangsraða og við ger­um það. Ein­stak­ling­ar sem sitja inni fyr­ir mjög al­var­leg brot fara fram­ar­lega í röðina ásamt nokkr­um öðrum hóp­um en við setj­um unga fanga alltaf í fyrsta for­gang. En við sinn­um þeim ekki með full­nægj­andi hætti því miður og á það sér­stak­lega við um geðheil­brigðismál­in. Þetta hef­ur ít­rekað komið fram og eft­ir­lits­stofn­an­ir bent á þetta án ár­ang­urs.

„Við höf­um ekki verið með geðlækni á Litla-Hrauni í mörg ár vegna þess að það hef­ur ein­fald­lega ekki feng­ist geðlækn­ir til þess að sinna þjón­ust­unni. Yf­ir­völd al­mennt, hvar sem þau eru stödd í flokki, hafa ekki áhuga á þess­um mála­flokki. Það hef­ur gengið illa að selja stjórn­mála­mönn­um að þetta geti verið góð fjár­fest­ing til lengri tíma. Að draga úr af­brot­um og hjálpa fólki sem er veikt. Þrátt fyr­ir ít­rekaðar ábend­ing­ar eft­ir­litsaðila með fang­els­um á Íslandi,“ seg­ir Páll. 

Að sögn Páls er þetta um­hverfið sem mæt­ir ung­menn­um þegar þau koma til kasta Fang­els­is­mála­stofn­un­ar.

„Við búum þó bet­ur núna en áður að því leyti það fara ekki flest­ir á Litla-Hraun eins og áður. Það var lang­stærsta fang­elsið og er enn stærsta fang­elsið en við erum með þris­var sinn­um fleiri pláss í opn­um fang­els­um eins og Kvía­bryggju og Sogni en þar er eru nú rými fyr­ir 45 fanga en voru áður 14.

Á Hólms­heiði er fang­elsið deild­ar­skipt og eig­um við því auðveld­ara með að skilja að hópa fanga. Þannig að það eru meiri lík­ur en áður að ung­um óhörðnuðum ein­stak­ling­um, sem ekki eru komn­ir langt í af­brot­um, sé haldið frá harðasta kjarn­an­um í afplán­un.“

„Að fara í fang­elsi ýtir und­ir and­leg veik­indi og eyk­ur lík­ur á þung­lyndi og kvíða. Mikl­ir áhættuþætt­ir eru fylgj­andi því að senda mann í fang­elsi og því ætt­um við að leggja meiri áherslu á að reyna að draga úr þess­um nei­kvæðum áhrif­um inni­lok­un­ar,“ seg­ir Páll.

Hann seg­ir ekki nóg að bjóða upp á aðstoð sál­fræðinga og fé­lags­ráðgjafa því mik­il þörf er á meðferð í fang­els­um vegna vímu­efnam­is­notk­un­ar. Einn meðferðargang­ur er í ís­lensku fang­elsi og hann er á Litla-Hrauni. Þar er pláss fyr­ir 11 fanga. Á Litla-Hrauni eru þeir fang­ar sem eru harðasti kjarni þeirra sem eru í afplán­un.

Einn meðferðarfull­trúi er starf­andi hjá Fang­els­is­mála­stofn­un og hann starfar á Litla-Hrauni og eins og Páll seg­ir þá nær hann ekki að sinna öll­um þeim sem þurfa á hjálpa að halda þrátt fyr­ir að vera hörkudug­leg­ur og sinna föng­um af alúð.

Gísli Kort Kristófersson, lektor við heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, segir …
Gísli Kort Kristó­fers­son, lektor við heil­brigðis­vís­inda­sviði Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, seg­ir að fag­mennska sé kom­in stutt á veg á Íslandi þegar kem­ur að geðsjúk­dóm­um. mbl.is/​Gúna

Enn heyr­ist talað um geðsjúk­dóma af mik­illi vanþekk­ingu og stund­um eins og þeir séu eitt­hvað sem varla er hægt að tala um sem sjúk­dóm.

Gísli Kort Kristó­fers­son, sér­fræðing­ur í geðhjúkr­un og lektor við heil­brigðis­vís­inda­svið Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, seg­ir að á sama tíma og umræðan opn­ast um geðsjúk­dóma séum við ekki endi­lega alltaf í stakk búin til þess að taka á því og veita þá þjón­ustu sem þarf.

„Við þurf­um sem sam­fé­lag að taka á þessu og sem for­eldr­ar. Við get­um ekki kraf­ist þess að ung­menni komi „út með það“ og erum svo ekki til­bú­in til þess að tak­ast á við það sem kem­ur út. Við get­um ekki ætl­ast til þess að þau segi frá ef við erum ekki sjálf til­bú­in til að tak­ast á við okk­ar eigið sjálf. Að taka ábyrgð á okk­ar eig­in til­finn­inga­lífi og kunna hvenær á að sækja aðstoð,“ seg­ir Gísli.

Gísli lauk doktors­námi í geðhjúkr­un í Banda­ríkj­un­um og er með sér­fræðings­leyfi í geðhjúkr­un bæði þar og á Íslandi. Hann er með leyfi til þess að greina geðsjúk­dóma, veita ein­stak­lings- og hóp­sam­talsmeðferð og gefa út lyf í Minnesota. Hér á landi nær leyfið ekki yfir grein­ing­ar né ávís­an­ir lyfja, en hann má aft­ur á móti veita sam­talsmeðferð sem ekki er lög­verndað inn­grip á Íslandi.

„Í Banda­ríkj­un­um er sam­talsmeðferð lög­verndað inn­grip en ekki hér á landi en aft­ur á móti erum við með starfs­stétt­ir eins og sér­fræðinga í hjúkr­un og hjúkr­un­ar­fræðinga, iðjuþjálfa, fé­lags­ráðgjafa, sál­fræðinga og geðlækna sem eru með lög­vernduð starfs­heiti en stór hluti af þeim inn­grip­um sem þeir beita eru ekki lög­vernduð í sjálfu sér. Þetta sýn­ir kannski hvar í gogg­un­ar­röðinni geðvernd­ar­mál­in eru hjá okk­ur á Íslandi,“ seg­ir Gísli. „Ég sé þetta ekki fyr­ir mér ger­ast í nein­um öðrum bransa; að píp­ari fengi að skipta um hjarta­loku eða hjarta­lækn­ir að leggja gas­leiðslur. 

Að hver sem er geti boðið upp á sam­talsmeðferð án þess að hafa til þess lág­marks skil­greinda þjálf­un og reynslu er í mín­um huga merki um skort á virðingu fyr­ir geðsjúk­dóm­um og þeim sem við þá glíma.

Karlamenning er við lýði sem miðar að því að loka …
Karla­menn­ing er við lýði sem miðar að því að loka allt inni. mbl.is/​Hari

Fag­mennska er svo stutt á veg kom­in hjá okk­ur þegar kem­ur að geðsjúk­dóm­um. En á sama tíma erum við von­andi á réttri leið,“ seg­ir hann.

Sjálfs­víg eru al­geng­ust meðal ungra karla hér á landi og því miður allt of al­geng, seg­ir Gísli. „Við erum með karla­menn­ingu sem miðar að því að loka allt inni. Að halda kjafti og halda áfram. Sem er allt í lagi ef þú lif­ir bara til 35 ára ald­urs og hef­ur ekki 10 mín­út­ur yfir dag­inn til að hugsa um hvernig þér líður. Þetta var ekki endi­lega nei­kvætt bjargráð þegar afi var að al­ast upp á Ólafs­firði á mill­i­stríðsár­un­um en í dag erum við að lifa til 85 ára og höf­um tíma til að hugsa um til­finn­ing­ar okk­ar. Að halda kjafti og halda áfram sem meg­in­bjargráðið í gegn­um heila mann­sævi er ekki að virka fyr­ir okk­ur leng­ur,“ seg­ir Gísli. 

Lög­in heim­ila ekki upp­lýs­inga­gjöf

Að sögn Gísla verður mik­il breyt­ing á þjón­ustu í geðheil­brigðis­kerf­inu þegar barn verður 18 ára gam­alt. Það er ef barnið er yfir höfuð að fá þjón­ustu.

„Um leið og ein­stak­ling­ur verður 18 ára og um leið sjálfráða þá get­ur hann stöðvað allt upp­lýs­ingaflæði til fjöl­skyld­unn­ar.

Í raun er nán­ast úti­lokað fyr­ir for­eldra að fá upp­lýs­ing­ar án leyf­is skjól­stæðinga nema með því að reyna að sjálfræðis­svipta viðkom­andi sem er meiri hátt­ar inn­grip og flest­ir forðast í lengstu lög, enda á það að vera erfitt. Við höf­um ákveðið að vaf­inn fell­ur þannig, og flest­ir eru sam­mála um það þar til þeir lenda í aðstæðum sem aðstand­end­ur sem reyna á þetta.

Þetta get­ur verið mjög erfitt fyr­ir aðstand­end­ur og vakið reiði í garð starfs­fólks geðdeilda en lög­in heim­ila ekki annað. Starfs­fólk get­ur ekk­ert gert því ann­ars brýt­ur það lög en eðli­lega get­ur þetta verið öm­ur­legt fyr­ir aðstand­end­ur og vek­ur reiði,“ seg­ir Gísli en á sama tíma er þetta gríðar­mikið bar­áttu­mál fyr­ir not­end­ur geðheil­brigðisþjón­ust­unn­ar.

Hann tel­ur að oft mætti breyta því hvernig inn­gripi er háttað. Rétt­ast sé að byrja á minnsta inn­gripi og koll af kolli. Það er til dæm­is að byrja á sam­talsmeðferð ekki lyfja­gjöf þegar það á við.

„Sum­ir þurfa á lyfj­um að halda og þar á að nota þau. Hjá heilsu­gæsl­unni er lyfja­gjöf­in úrræði sem mikið er notað enda eru það úrræðin sem henni eru skömmtuð. Í stað þess að bjóða upp á sam­talsmeðferð sem er langeðli­leg­asta byrj­unar­úr­ræðið við vægu þung­lyndi og kvíða,“ seg­ir hann.

Að sögn Gísla er mik­il­vægt að horfa á viðkom­andi ein­stak­linga á breiðum grund­velli. Til að mynda með því að skima fyr­ir mögu­lega öðrum þátt­um eins og skjald­kirt­ilsvanda­mál­um, járnskorti, lífstílsþátt­um eins og svefni og fé­lags­leg­um þátt­um. Þetta er kallað á ensku In­tegrati­ve mental health eða samþætt nálg­un í geðheil­brigðisþjón­ust­unni.

„Ef við vær­um með þverfag­leg teymi fag­fólks væri hægt að draga veru­lega úr kostnaði og um leið áhrif­um sem inn­grip­in eru að hafa á viðkom­andi. Til að mynda koma geðdeyfðar­lyf (SSRI-lyf) ekki að miklu gagni ein og sér ef viðkom­andi glím­ir við vímu­efnafíkn, sæt­ir dag­legu of­beldi heima fyr­ir eða í skól­an­um eða er sí­fellt vannærður vegna fá­tækt­ar,“ seg­ir Gísli.

Föst í for­ræðis­hyggju

Slík teymi ættu hik­laust að starfa inn­an heilsu­gæsl­unn­ar en ekki er hægt að bæta enda­laust á heilsu­gæsl­una án þess að setja það í hana sem hún þarf. Til að mynda með aukn­um fjár­fram­lög­um og bættri aðstöðu fyr­ir starfs­fólk og not­end­ur þjón­ust­unn­ar.

„Síðan þarf ein­hver að hafa yf­ir­sýn yfir mál viðkom­andi, ein­hvers kon­ar mála­stjóri, ein­hver úr þessu þverfag­lega teymi sem er þá ein­hver sem skjól­stæðing­ur­inn get­ur náð til nokkuð greiðlega, ekki bara milli 10 og 10:15 ann­an hvern þriðju­dag í hálf­fullu tungli. Þetta er þá aðili sem get­ur samþætt þjón­ust­una í sam­vinnu við skjól­stæðing­inn. En skjól­stæðing­ur­inn er þá leiðtog­inn í þessu þverfag­lega teymi, sem ætti þá að hverf­ast um þarf­ir hans. En ég veit hrein­lega ekki hvenær þetta verður að veru­leika á meðan við erum jafn­föst í for­ræðis­hyggj­unni og raun ber vitni og við neit­um að gefa heilsu­gæsl­unni það sem hún þarf til að sinna hlut­verki sínu í takt við breytta tíma,“ seg­ir Gísli Kort Kristó­fers­son.

mbl.is