Fundu óvænt faldar mörgæsabyggðir

1,5 milljónir mörgæsa af tegundinni Adélie fundust nýlega á Hættueyjum …
1,5 milljónir mörgæsa af tegundinni Adélie fundust nýlega á Hættueyjum undan Suðurskautsskaganum. AFP

Á af­skekkt­um eyj­um und­an Suður­skauts­skag­an­um hafa fund­ist blóm­leg­ar mörgæsa­byggðir sem telja hátt í 1,5 millj­ón­ir mörgæsa af teg­und­inni Adélie, sem farið hef­ur hratt hnign­andi ann­ars staðar á jörðinni. Upp­götv­un­in hef­ur komið vís­inda­mönn­um mjög á óvart.

Greint er frá fund­in­um í vís­inda­rit­inu Scientific Reports, en mörgæs­irn­ar fund­ust á svo­nefnd­um Dan­ger Is­lands, sem út­lagst gætu á ís­lensku sem Hættu­eyj­ar.

Eyja­klas­inn tel­ur níu eyj­ar og liggja þær und­an nyrsta odda Suður­skauts­skag­ans þar sem hann skag­ar í átt að Suður-Am­er­íku. Byggðirn­ar eru nú tald­ar þær þriðju og fjórðu stærstu í heim­in­um.

Góðar frétt­ir

„Þetta kem­ur veru­lega á óvart og hef­ur raun­veru­leg áhrif á það hvernig við nálg­umst þenn­an heims­hluta,“ seg­ir meðhöf­und­ur grein­ar­inn­ar, Heather Lynch, í sam­tali við frétta­veitu AFP.

Aðeins 160 kíló­metr­um frá byggðunum tveim­ur, á vest­ur­hluta skag­ans, hef­ur Adélie-mörgæs­um fækkað um 70 pró­sent á und­an­förn­um ára­tug­um vegna bráðnun­ar íss, sem or­sak­ir á að rekja til hnatt­ræn­ar hlýn­un­ar.

„Þetta eru góðar frétt­ir meðal ann­ars í því ljósi að aðrar rann­sókn­ir hafa leitt í ljós að þetta svæði [aust­ur­hluti Suður­skauts­skag­ans] mun lík­lega verða stöðugra gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um en vest­ur­hlut­inn,“ seg­ir Lynch.

Erfitt að kom­ast að Hættu­eyj­um

Adélie er ein fimm teg­unda mörgæsa sem lifa á Suður­skautsland­inu og þar í kring. Þær eru að meðal­stærð; verða að jafnaði um 70 senti­metra háar og vega frá þrem­ur upp í sex kíló.

Byggðirn­ar á Hættu­eyj­um fund­ust þökk sé gervi­hnatta­mynd­um, seg­ir rann­sókn­ar­hóp­ur­inn sem er frá Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Frakklandi.

„Það er ekki að ástæðulausu sem þær nefn­ast Hættu­eyj­ar,“ seg­ir Lynch. „Svæðið er þakið þykk­um haf­ís meiri­hluta árs­ins, og jafn­vel á hápunkti sum­ars­ins er erfitt að kom­ast að svæðinu til að sinna rann­sókn­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina