Loftslagsstefna fyrir Stjórnarráðið

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Ófeigur

Rík­is­stjórn­in hef­ur samþykkt að leggja 12 millj­ón­ir króna af stefnu­fé árið 2018 til gerðar lofts­lags­stefnu og aðgerðaáætl­un­ar fyr­ir Stjórn­ar­ráðið.

Hluti fjár­magns­ins verður notaður í vinnu sér­fræðings eða ráðgjafa og hluti til beinna aðgerða til að draga úr og hefja kol­efnis­jöfn­un á starf­semi Stjórn­ar­ráðsins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Lofts­lags­stefna fyr­ir Stjórn­ar­ráðið verður eitt þeirra verk­efna sem unnið verður að und­ir hatti aðgerðaáætl­un­ar fyr­ir Ísland í lofts­lags­mál­um, sam­an­ber stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en hún mun líta dags­ins ljós á þessu ári.

Gert er ráð fyr­ir því að hvert ráðuneyti til­nefni tengilið sinn í þessa vinnu og setji sam­an tveggja til þriggja manna teymi sem starfi með sér­fræðingi/​ráðgjafa við und­ir­bún­ing og fram­fylgd verk­efn­is­ins.

„Rík­is­stjórn­in tel­ur mik­il­vægt að Stjórn­ar­ráðið fari fram með góðu for­dæmi, dragi úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda í eig­in ranni og vinni að því að kol­efnis­jafna Stjórn­ar­ráðið sem fyrst,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is