Gífurlegur samdráttur í sjávarútvegi

Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum.
Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi dróg­ust sam­an um 25 millj­arða króna milli ár­anna 2015 og 2016, eða sem nem­ur 9%. EBITDA sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lækkaði um 22% á sama tíma­bili, en þó náðu þau að ein­hverju marki að vega upp nei­kvæða tekjuþróun með lækk­un kostnaðar.

Þetta er meðal þess sem fram kem­ur í ný­út­gef­inni skýrslu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Deloitte, sem gerð var fyr­ir at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið. Seg­ir í henni að tekj­urn­ar hafi hlut­falls­lega lækkað mest hjá þeim sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um sem hafa mestu afla­heim­ild­irn­ar.

Þá er það mat Deloitte að EBITDA sjáv­ar­út­vegs­ins geti á liðnu ári hafa lækkað um 20 til 37% frá fyrra ári, og sé EBITDA þá á bil­inu 37 til 45 millj­arðar króna.

„Gangi það eft­ir mun EBITDA hafa lækkað um 42-59% frá 2015 til 2017,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Greiðslu­geta versnað

Greint er frá því að skuld­astaða grein­ar­inn­ar í heild hafi þró­ast með já­kvæðum hætti árið 2016, að því leyti að heild­ar­skuld­ir hafi lækkað og eig­in­fjár­hlut­fall hækkað. Greiðslu­geta versnaði hins veg­ar held­ur þar sem skuld­ir sem hlut­fall af EBITDA lækkuðu.

„Með hliðsjón af hreyf­ingu helstu hag­stærða og út­flutn­ings­verðmæt­is sjáv­ar­af­urða eru all­ar lík­ur á því að af­koma versni nokkuð á rekstr­ar­ár­inu 2017. Þetta má m.a. rekja til óhag­stæðrar þró­un­ar ytri hag­stærða. Verðlag sjáv­ar­af­urða hef­ur lækkað veru­lega í ís­lensk­um krón­um og launa­vísi­tala hækkað tölu­vert. Lækk­un olíu­verðs hef­ur haft nokkuð já­kvæð áhrif á af­komu árs­ins 2016, en á ár­inu 2017 hef­ur olíu­verð tekið að hækka að nýju.“

mbl.is