Full ástæða til að íhuga stöðuna

Kristján segir að ljóst sé af lestri skýrslunnar að þessi …
Kristján segir að ljóst sé af lestri skýrslunnar að þessi slæma þróun sé ekki bundin við einn ákveðinn útgerðarflokk. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að taka verði al­var­lega niður­stöður skýrslu Deloitte, sem gef­in var út í gær.

„Það hlýt­ur að vera tölu­vert um­hugs­un­ar­efni fyr­ir alla þegar fram­legð í ein­um af grunn­atvinnu­grein­um þjóðar­inn­ar dregst sam­an með þeim hætti sem þarna er sýnt fram á,“ seg­ir Kristján.

„Það er nauðsyn­legt fyr­ir alla að horf­ast í augu við þetta, annað væri ábyrgðarlaust. Ekki bara gagn­vart þeim sem standa í út­gerð eða fisk­vinnslu held­ur ekki síður þeim sem eiga aðra hags­muni und­ir, fisk­verka­fólk, sjó­menn og sam­fé­lagið allt raun­ar. Það hang­ir svo margt á sjáv­ar­út­veg­in­um að það er full ástæða til að íhuga þessa stöðu.“

Kristján Þór Júliússon, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júliús­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Kristján seg­ir að ljóst sé af lestri skýrsl­unn­ar að þessi slæma þróun sé ekki bund­in við einn ákveðinn út­gerðarflokk. „Af­kom­an er að dala í heild í at­vinnu­grein­inni.“

Spurður hvar brýn­ast sé að taka til hend­inni seg­ir hann mik­il­vægt að at­huga al­menn starfs­skil­yrði fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. „Menn hug­leiði það hvernig sjáv­ar­út­veg­ur­inn stend­ur í sam­keppni sinni við sam­bæri­leg­an at­vinnu­rekst­ur í öðrum lönd­um, því allt snýst þetta í raun um að geta selt þá vöru sem Íslend­ing­ar vinna og veiða. Allt sem get­ur styrkt sam­keppn­is­stöðu á er­lend­um mörkuðum er af hinu góða.“

Fjöldi mis­mun­andi þátta

Spurður um áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvað varðar end­ur­skoðun á veiðigjöld­um seg­ir ráðherr­ann að það sé á þing­mála­skránni.

„Veiðigjöld­in eru einn þeirra þátta sem þarf að skoða, en auk þeirra skipta máli í þessu sam­bandi laun, gengi krón­unn­ar og út­gerðar­kostnaður. Þetta er fjöldi mis­mun­andi þátta sem spila sam­an,“ seg­ir Kristján og bæt­ir við að gengið sé stærsti áhrifa­vald­ur­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: