Loftlagsáhrifin meiri á konur

AFP

Loft­lags­breyt­ing­ar hafa meiri áhrif á kon­ur en karla að því er fram kem­ur í rann­sókn­um. Sam­kvæmt töl­um frá Sam­einuðu þjóðunum eru 80% þeirra sem eru á ver­gangi vegna loft­lags­breyt­inga kon­ur.

Í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu frá ár­inu 2015 er sér­stak­ur kafli til­einkaður kon­um og áhrifa loft­lags­breyt­inga á þær.

BBC fjall­ar um málið og bend­ir á að í Mið-Afr­íku, þar sem 90% af Tjad-vatni hef­ur þurrk­ast upp, eru frum­byggj­ar í sér­stakri hættu. Þar þurfa kon­ur nú að leita langt og ganga lang­ar leiðir eft­ir vatni. Á þurrka­tím­um fara karl­ar í bæ­ina og skilja kon­urn­ar eft­ir þar sem þær hafa um­sjón með heima­svæðinu, seg­ir   Hindou Oumar­ou Ibra­him, sam­hæf­ing­ar­stjóri hjá Associati­on of Indig­enous Women and People of Chad (AFPAT).

Nú þegar þurrka­tím­arn­ir vara leng­ur en áður þá þurfa kon­ur að leggja enn meira á sig til þess að afla fæðu og ann­ast fjöl­skyld­una án nokk­urs stuðnings. 

Í frétt BBC, á alþjóðleg­um bar­áttu­degi kvenna, kem­ur fram að þetta gildi ekki bara um kon­ur í dreif­býli því á heimsvísu eru kon­ur mun lík­legri til þess að enda í fá­tækt og þær hafa minni fé­lags­hag­fræðileg áhrif en karl­ar. 

mbl.is