Aflaheimildir í ufsa brenni inni ár hvert

Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið. Mynd úr safni.
Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið. Mynd úr safni. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Niður­stöður út­tekt­ar Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri á strand­veiðum gefa til­efni til að end­ur­skoða til­tekna þætti í kerf­inu, meðal ann­ars varðandi nýliðun í grein­inni og hvernig nýt­ing og virði hrá­efn­is sé há­markað.

Þetta seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra í sam­tali við 200 míl­ur.

„Sú vinna er í sam­ræmi við það sem mælt er fyr­ir um í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, um að vega og meta fyr­ir­komu­lag þeirra afla­heim­ilda sem ríkið fer með for­ræði yfir,“ seg­ir ráðherra.

„Þá þarf sam­hliða þess­ari vinnu að skoða leiðir til að auka ör­yggi þeirra sem starfa í kerf­inu.“

Axel Helga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir ým­is­legt gagn­legt hægt að finna í út­tekt­inni.

„Til að mynda þorskí­gild­isstuðlar teg­unda sem við erum að veiða, eins og ufs­ans. Þegar ufsa­verð hryn­ur þarna úr ein­hverj­um 164 krón­um niður í 69 krón­ur, þá stend­ur þorskí­gildið enn nán­ast í stað. Það fell­ur um ein­hver þrjú pró­sent,“ seg­ir Axel og bend­ir á að sjó­menn borgi því í raun fyr­ir að landa ufs­an­um.

„Sér­stak­lega á strand­veiðunum, því þó að meðaltal á fisk­mörkuðum sé 64 krón­ur, þá er þetta litla magn sem kem­ur í veiðunum, kannski 20 til 80 kíló í róðri; það fer á svo svona 15 til 24 krón­ur og nær því ekki einu sinni upp í veiðigjöld og ann­an fast­an kostnað.“

Axel seg­ir það gott að þessu séu gerð skil, enda hafi LS bent á þetta ósam­ræmi lengi.

„Á hverj­um fisk­veiðiára­mót­um brenna inni heim­ild­ir í ufsa upp á nokk­ur þúsund tonn. Við höf­um ávallt beðið um að ufs­inn telj­ist ekki til afla­há­marks á strand­veiðum. Þetta hef­ur ekki náð fram að ganga, sem er baga­legt því þetta dæmi með ufs­ann á einnig við línu­veiðar þar sem um lítið magn er að ræða.“

Bryggju­spjallið baga­legt

Hann tek­ur ekki und­ir það sem full­yrt er í skýrsl­unni, að nýliðun í strand­veiðum hafi mistek­ist.

„Í niður­stöðunum seg­ir þrátt fyr­ir allt að 36% þeirra, sem voru við veiðar á síðasta ári, hafi hafið út­gerð sína á strand­veiðum. Mín per­sónu­lega skoðun er sú að það sé bara nokkuð hátt hlut­fall.“

Að lok­um ger­ir Axel nokkr­ar at­huga­semd­ir við fram­kvæmd út­tekt­ar­inn­ar, þar á meðal við þá ákvörðun skýrslu­höf­unda að láta með fylgja út­drætti úr óform­legu spjalli við strand­veiðisjó­menn.

„Það er baga­legt að taka eitt­hvert bryggju­spjall inn í þetta, með ýms­um vanga­velt­um sem eng­inn fót­ur er fyr­ir í raun­veru­leik­an­um. Ef þetta skjal á að vera eitt­hvað sem mark er á tak­andi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: