Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag að fyrrverandi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli almenningshagsmuna.
Maðurinn hefur setið í varðhaldi frá því að hann var handtekinn í janúar og var varðhaldsúrskurðurinn framlengdur um fjórar vikur í dag og gildir nú til 13. apríl.
Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að rannsókn málsins hafi miðað vel áfram og að stefnt sé að því að henni ljúki fljótlega.
Í framhaldinu verði málið sent til embætti héraðssaksóknara.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar, eða í tæpa tvo mánuði. Samtals hafa borist átta kærur á hendur honum fyrir kynferðisbrot gagnvart börnum.