Mat verði lagt á reynsluna af EES

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert

Fram kem­ur í álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins um ut­an­rík­is­mál að tíma­bært sé að gera út­tekt á reynslu Íslands af samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) nú þegar ald­ar­fjórðung­ur sé síðan hann var und­ir­ritaður.

Þar seg­ir enn­frem­ur að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn geri „veru­leg­ar at­huga­semd­ir“ við að tek­in sé upp lög­gjöf frá Evr­ópu­sam­band­inu í EES-samn­ing­inn sem feli í sér vald­heim­ild­ir sem falli utan ramma tveggja stoða kerf­is samn­ings­ins.

Lögð er áhersla á mik­il­vægi þess að tryggja áfram greiðan aðgang að innri markaði Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn og kapp­kosta að treysta tengsl­in við Bret­land vegna út­göngu lands­ins úr sam­band­inu.

Einnig er lögð áhersla á mik­il­vægi góðra viðskipta­sam­banda við sem flest ríki heims­ins og fjölgað verði fríversl­un­ar­samn­ing­um við ríki utan EES verði fjölgað, þá annað hvort tví­hliða eða í sam­starfi við önn­ur EFTA-ríki.

Þá er hvatt til þess að stjórn­völd beiti sér gegn því að inn­heimt­ir séu toll­ar af vör­um frá ríkj­um, sem Ísland á fríversl­un­ar­samn­ing við, þegar þeim er um­skipað í höfn­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Bjarni Benediktsson á landsfundinum í dag.
Bjarni Bene­dikts­son á lands­fund­in­um í dag. mbl.is/​Eggert
Frá landsfundinum í dag.
Frá lands­fund­in­um í dag. mbl.is/​Eggert
mbl.is