Aflinn hefði aukist um 3.941 tonn

Bjarni spurði hvort ráðherra teldi að aukin hlutdeild strandveiðibáta í …
Bjarni spurði hvort ráðherra teldi að aukin hlutdeild strandveiðibáta í aflaaukningu í þorski myndi styrkja dreifðar byggðir, og hvort hann myndi beita sér fyrir því. mbl.is/Sigurður Ægisson

Heild­arafli strand­veiða á síðasta ári hefði orðið 13.701 tonn og auk­ist um 3.941 tonn, eða um 40,4%, ef veiðar hefðu verið heim­ilaðar fjóra daga í viku frá 2. maí til og með 30. ág­úst.

Þetta kem­ur fram í svari Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra við fyr­ir­spurn Bjarna Jóns­son­ar, þing­manns Vinstri grænna, en svarið birt­ist á vef Alþing­is á föstu­dag.

Úthlut­un­in tvö­fald­ast frá 2009

Einnig spurði Bjarni hvort ráðherra teldi að auk­in hlut­deild strand­veiðibáta í afla­aukn­ingu í þorski myndi styrkja dreifðar byggðir, og hvort hann myndi beita sér fyr­ir því.

Benti ráðherr­ann á að út­hlut­un þorsks til strand­veiða hefði farið úr 3.955 tonn­um í 10.200 árið 2018.

„Í skýrslu Há­skól­ans á Ak­ur­eyri um þróun strand­veiða á tíma­bil­inu 2009–2017 og fram­gang veiðanna árið 2017 kem­ur fram að staða veiðanna að lokn­um strand­veiðum árið 2017 sé óljós­ari en oft áður,“ seg­ir svo í svari ráðherr­ans, en vísað er til skýrslu sem 200 míl­ur fjölluðu um í síðustu viku.

Vega þurfi og meta fyr­ir­komu­lagið

„Þannig hafi aldrei verið sett jafn­mikið af afla­heim­ild­um inn í kerfið en þrátt fyr­ir það hefðu aldrei jafn­fá­ir bát­ar sótt strand­veiðarn­ar frá því að þær hóf­ust árið 2009. Í skýrsl­unni er vísað til þess að vegna lé­legs afurðaverðs á fisk­mörkuðum hafi auk­in afla­brögð ekki skilað meiri verðmæt­um. Þannig hafi heild­arafla­verðmæti á bát að meðaltali verið lægri en árið 2016 þrátt fyr­ir að hver bát­ur hafi aflað um 20–30% meira. Strand­veiðikerfið hafi því ekki verið sú brú fyr­ir nýliða inn í afla­marks­kerfið sem von­ast var eft­ir,“ seg­ir enn frem­ur í svar­inu.

„Þá má geta þess að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að vega þurfi og meta fyr­ir­komu­lag þeirra afla­heim­ilda sem ríkið fer með for­ræði yfir, þ.m.t. strand­veiða, með það að mark­miði að tryggja bet­ur byggðafestu og nýliðun.“

mbl.is