Stór hluti jökulsins á floti

00:00
00:00

Mun stærri hluti risa­vax­ins jök­uls á Suður­skautsland­inu er á floti en ekki á föstu bergi eins og áður var talið. Vís­inda­menn eru áhyggju­full­ir þar sem jök­ull­inn gæti nú bráðnað hraðar í  heit­ara lofts­lagi með al­var­leg­um af­leiðing­um á hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar. 

Totten-jök­ul­inn er á stærð við Frakk­land og er einn sá stærsti á Suður­skautsland­inu. Vís­inda­menn fylgj­ast náið með bráðnun hans þar sem hún gæti leyst úr læðingi mikið vatn sem aft­ur hef­ur áhrif á sjáv­ar­yf­ir­borð.

Til verks­ins nota vís­inda­menn­irn­ir m.a. geisla til að sjá í gegn­um ís­inn. Þeir hafa nú kom­ist að því að meira af jökl­in­um en áður er á floti í haf­inu. „Á svæðum þar sem við héld­um að jök­ull­inn væri við hafs­botn höf­um við upp­götvað sjó und­ir og því kom­ist að því að jök­ul­inn er í raun á floti,“ seg­ir Paul Win­berry, vís­indamaður við Washingt­on-há­skóla. Hann hef­ur eytt sumr­inu á Suður­skautsland­inu. 

Hann seg­ir þetta mik­il­væga upp­götv­un m.a. í ljósi þess að „kviður“ Totten-jök­uls­ins hef­ur veðrast vegna þess að heit­ur, salt­ur sjór kemst að hon­um neðan­sjáv­ar um mörg hundruð kíló­metra leið. Þar með eru stærri hlut­ar jök­uls­ins fljót­andi ofan á vatni í stað þess að vera ofan á bergi. Það hraðar á bráðnun hans. 

Hann seg­ir að sú staðreynd að jök­ull­inn sé að stór­um hluta á floti í hlýj­um sjó geti skýrt hraða bráðnun hans upp á síðkastið. „Þetta get­ur einnig þýtt að Totten-jök­ull­inn verður viðkvæm­ari fyr­ir lofts­lags­breyt­ing­um í framtíðinni.“

Jökl­ar eru gríðar­stór­ir ísmass­ar sem hreyfa sig hægt niður dali og fjöll und­an eig­in þunga. Það hafa þeir gert í hundruð ára og mótað þannig lands­lag jarðar. Í þeim er mesta ferskvatns­forðabúr jarðar­inn­ar og bráðni þeir veld­ur það hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar. 

Gríðarleg bráðnun hef­ur orðið á Suður­skautsland­inu síðustu ár og að mati NASA, geim­ferðar­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, hef­ur hún valdið 0,35 milli­metra hækk­un vatns­yf­ir­borðs að meðaltali á ári frá 2002.

Totten-jök­ul­inn er svo stór að bráðni hann all­ur myndi það þýða 3 metra hækk­un yf­ir­borðs sjáv­ar. 

mbl.is