Og þá voru eftir tveir

00:00
00:00

Dauði síðasta karldýrs norðlæga hvíta nas­hyrn­ings­ins hefði ekki átt að koma nein­um á óvart. Su­dan var aldraður, þjáðist og var því af­lífaður. Í tvö ár höfðu vopnaðir verðir í friðlandi í Ken­ía gætt hans fyr­ir veiðiþjóf­um all­an sól­ar­hring­inn og til­raun­ir til að fá hann til fylgilags við kven­dýr höfðu eng­an ár­ang­ur borið. Nú eru aðeins tveir nas­hyrn­ing­ar af þess­ari deili­teg­und á lífi í heim­in­um og þeir eru báðir kven­kyns.

En þó að þeir sem höfðu látið sig málið varða hefðu búið sig und­ir dauða hans og ít­rekað varað við því að slíkt væri yf­ir­vof­andi var ekki sömu sögu að segja um al­menn­ing víðs veg­ar um heim­inn sem brá við að heyra frétt­irn­ar. Eðli­lega spurði fólk sig að því hvort að þetta þýddi að teg­und­in myndi deyja út. Og ekki síst af hverju sú staða væri kom­in upp.

Fangaður og hafður til sýn­is

Nas­hyrn­ing­ur­inn Su­dan fædd­ist ein­mitt í Súd­an, árið 1973. Þar var hann fangaður árið 1975 ásamt fimm öðrum nas­hyrn­ing­um af sömu teg­und af út­send­ur­um Chipp­erfield-fjöl­leika­húss­ins. Su­dan var flutt­ur sjó­leiðina til dýrag­arðs í Tékklandi og hafður þar til sýn­is. Að und­ir­lagi vernd­ar­sam­tak­anna Ol Pejeta var hann flutt­ur þaðan árið 2009 og til friðlands í Ken­ía. Þá var orðið ljóst að teg­und hans var í grafal­var­legri út­rým­ing­ar­hættu. Þrjú önn­ur dýr af sömu teg­und voru einnig flutt til Ken­ía í þeirri von að þau myndu fjölga sér.

Najin og Fatu eru einu norðlægu hvítu nashyrningarnir sem eftir …
Naj­in og Fatu eru einu norðlægu hvítu nas­hyrn­ing­arn­ir sem eft­ir eru á jörðinni. AFP

Su­dan hafði reynd­ar þá þegar eign­ast tvær dæt­ur: Nabire árið 1983, sem drapst í dýrag­arðinum í Tékklandi 2015, og Naj­in sem fædd­ist í dýrag­arðinum en var flutt ásamt föður sín­um til Ken­ía árið 2009. Naj­in eignaðist svo Fatu en þær tvær eru ein­mitt síðustu tveir norðlægu hvítu nas­hyrn­ing­arn­ir sem eft­ir eru á jörðinni.

Týndu hratt töl­unni

Von­ir höfðu staðið til þess að Su­dan myndi eign­ast fleiri af­kvæmi eft­ir kom­una til Ken­ía. Þangað hafði einnig verið flutt óskylt kven­dýr en það drapst árið 2014. Tveir aðrir nas­hyrn­ing­ar af teg­und­inni, sem voru í haldi í dýrag­arðinum í San Diego, dráp­ust svo á ára­bil­inu 2014-2015.

Eft­ir kom­una til Ken­ía var nas­hyrn­ing­anna gætt af vopnuðum vörðum og síðustu árin all­an sól­ar­hring­inn. Staðreynd­in er nefni­lega sú að þrátt fyr­ir fá­gætið, eða kannski ein­mitt vegna þess, staf­ar dýr­un­um ógn af veiðiþjóf­um. Veiðarn­ar eru svar við gríðarlegri eft­ir­spurn eft­ir horn­um nas­hyrn­inga sem mul­in eru niður í duft og rang­lega seld sem kynörv­andi efni. Markaður­inn er stærst­ur í Asíu og fólk til­búið að greiða fúlg­ur fjár fyr­ir það, en hann er einnig að finna víðar. Staðreynd­in er sú, og því hef­ur ít­rekað verið komið á fram­færi, að efnið í nas­hyrn­ings­horn­un­um er það sama og í fing­urnögl­um mann­fólks. Því er jafn kynörv­andi að naga á sér negl­urn­ar og að bryðja duft úr nas­hyrn­ings­horni. 

Sudan hvílir höfuð sitt á harðri steinsteypu í Dvur Kralove-dýragarðinum …
Su­dan hvíl­ir höfuð sitt á harðri stein­steypu í Dvur Kra­love-dýrag­arðinum í Tékklandi árið 2009, skömmu áður en hann var flutt­ur í friðlandið í Ken­ía. AFP

Náðugt ævikvöld

Su­dan eyddi því síðustu ævi­dög­un­um með fjöl­skyld­unni í friði og ró, ef svo mætti að orði kom­ast. En síðustu mánuðina glímdi hann við ald­ur­stengd­an heilsu­brest, m.a. í liðum, bein­um og húð. Dýra­lækn­ar í friðland­inu sögðu því ekk­ert annað hafa verið hægt að gera und­ir það síðasta en að af­lífa hann. „Við höf­um nú orðið vitni að út­dauða teg­und­ar sem hef­ur gengið um jörðina í millj­ón­ir ára en gat ekki lifað mann­kynið af,“ skrifaði ljós­mynd­ar­inn Ami Vitale á In­sta­gram-síðu sína um dauða Su­dans. Vitale er ljós­mynd­ari Nati­onal Geograp­hic og hafði fylgt Su­dan á ferðalag­inu frá Tékklandi til Ken­ía á sín­um tíma. 

Og svo kvadd­iSu­dan þenn­an heim á mánu­dag­inn. Þar með minnkaði von­in til að viðhalda teg­und­inni. En hún dó þó ekki með öllu.

Síðustu árin var ljóst að nátt­úru­leg­ur getnaður væri úti­lokaður hvað norðlæga hvíta nas­hyrn­ing­inn varðaði. Því var tækni­frjóvg­un eina leiðin til bjarg­ar teg­und­inni. Kyn­frum­um var safnað úr öll­um dýr­un­um sem voru á lífi og vís­inda­menn von­ast enn til þess að geta sett fóst­ur­vísa upp í ann­arri teg­und, suðlæga hvíta nas­hyrn­ingn­um. Aðferðin er ekki ger­leg enn sem komið er en unnið er að því að hrinda henni í fram­kvæmd. „Það er ekki víst að þetta tak­ist,“ seg­ir Phil­ip Murut­hi, vara­for­seti African Wild­li­fe Foundati­on. Hann seg­ir verk­efnið auk þess kostnaðarsamt. „Þetta er sár­græti­leg kennslu­stund í vernd­un dýra,“ seg­ir hann um stöðu deili­teg­und­ar­inn­ar.

Voru um 2.000 tals­ins árið 1960

Talið er að um árið 1960 hafi um 2.000 norðlæg­ir hvít­ir nas­hyrn­ing­ar verið á lífi. Þeir röltu um slétt­ur Aust­ur-Afr­íku og var heim­kynni þeirra m.a. að finna í Úganda, Súd­an, í Mið-Afr­íku­lýðveld­inu og Aust­ur-Kongó. 

Massaiar við hlið Sudans í fyrrasumar.
Massai­ar við hlið Su­dans í fyrra­sum­ar. AFP

Á átt­unda og ní­unda ára­tugn­um voru þeir strá­felld­ir og aðeins fimmtán dýr voru eft­ir árið 1984. Það gleðilega átti sér þá stað að þeim fjölgaði í yfir þrjá­tíu dýr á næstu árum. En frá upp­hafi ald­ar­inn­ar hef­ur veiðiþjófnaður færst í auk­ana. Árið 2014 voru aðeins sjö norðlæg­ir hvít­ir nas­hyrn­ing­ar í heim­in­um og all­ir voru þeir í dýra­görðum eða friðlönd­um. Sum­arið 2015 voru þeir orðnir fjór­ir og aðeins fáum mánuðum síðar þrír. Nú er Su­dan all­ur og „þá voru eft­ir tveir,“ eins og seg­ir í um­deildu kvæði um Tíu litla negrastráka.

Þetta yrði ekki fyrsta nas­hyrn­ings­teg­und­in til að deyja út á síðustu árum. Árið 2013 var því lýst yfir að vest­lægi svarti nas­hyrn­ing­ur­inn væri út­dauður. Mik­il fækk­un hef­ur svo orðið í stofni aust­læga svarta nas­hyrn­ings­ins. Aðeins um þúsund dýr eru tal­in eft­ir og teg­und­in því í mik­illi út­rým­ing­ar­hættu. Hinn suðlægi hvíti nas­hyrn­ing­ur er bjart­asta von­in. Dýr­in af þeirri teg­und eru um 20 þúsund tals­ins. Og mögu­lega verður úr þeim hópi val­in staðgöngumóðir fyr­ir af­kvæmi Su­dans.

Grein­in bygg­ir á frétt­um Nati­onal Geograp­hic, Chicago Tri­bu­ne, Newsweek o.fl.

mbl.is