Leggja fram nýtt frumvarp um strandveiðar

Strandveiðar úti af Tjörnesi. Mánáreyjar í baksýn. Mynd úr safni.
Strandveiðar úti af Tjörnesi. Mánáreyjar í baksýn. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Ægisson

Heim­ilt verður að stunda strand­veiðar í tólf daga í hverj­um mánuði frá maí og fram í ág­úst á þessu ári, nái nýtt frum­varp fram að ganga um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiða.

At­vinnu­vega­nefnd þings­ins legg­ur frum­varpið fram og er gert ráð fyr­ir að það verði að lög­um áður en strand­veiðar hefjast 2. maí.

Um er að ræða mikla breyt­ingu frá fyrra fyr­ir­komu­lagi, þar sem öll­um bát­um á strand­veiðum eru með þessu tryggðir tólf róðrar­dag­ar í maí, júní og júlí. Áfram verði þó óheim­ilt að stunda veiðar föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga, ásamt til­tekn­um rauðum dög­um eins og gilt hef­ur um strand­veiðarn­ar.

Afli strandveiðibáta vigtaður á Norðurfirði á Ströndum.
Afli strand­veiðibáta vigtaður á Norðurf­irði á Strönd­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Veiðarn­ar komið í veg fyr­ir skort

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu seg­ir að veiðarn­ar hafi gengið vel og reynst heilla­drjúg nýbreytni inn­an stjórn­kerf­is fisk­veiða. Frá ár­inu 2010 hafi að meðaltali 674 bát­ar stundað strand­veiðar ár hvert.

„Afli strand­veiðibáta er í flest­um til­fell­um seld­ur á fisk­markaði. Á síðari árum hef­ur afli og aflameðferð verið til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar sem marka má af því að afli strand­veiðibáta hef­ur komið í veg fyr­ir skort á fersk­um fiski til út­flutn­ings á þeim tíma sem þær eru stundaðar og minna er um út­hald stærri skipa og báta vegna sum­ar­leyfa,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

„Fisk­ur strand­veiðibáta hef­ur reynst góður og hef­ur því reynst verðmæt út­flutn­ings­vara. Þá hafa strand­veiðarn­ar falið í sér mögu­leika til fisk­veiða í at­vinnu­skyni án þess að greiða þurfi afla­hlut­deild­ar­höf­um gjald fyr­ir veiðiheim­ild­ir. Þannig hafa strand­veiðar verið mik­il­væg­ur þátt­ur í því að koma til móts við sjón­ar­mið þeirra sem telja að þörf sé breyt­inga á fisk­veiðistjórn­ar­kerf­inu í þá veru að tryggja al­menn­ingi rík­ari hlut­deild í veiðum.“

Dragi úr slysa­hættu

Þá er bent á að breyt­ing­unni sé einnig ætlað að auka ör­yggi sjó­manna á strand­veiðibát­um.

Sá ágalli hef­ur verið á gild­andi fyr­ir­komu­lagi að veiðarn­ar hafa verið það sem kallað er „ólymp­ísk­ar“ sem birt­ist í því að sjó­menn hafa keppst um að ná þeim afla sem heim­ilt er á sem skemmst­um tíma og áður en afla­heim­ild­in yrði upp urin. Þetta hef­ur leitt til þess að stund­um hafa menn róið á minni bát­um þótt ekki viðraði til þess og fylg­ir því að sjálf­sögðu auk­in slysa­hætta. Með þeirri breyt­ingu sem hér er lögð til ætti að draga mjög úr hvata til „ólymp­ískr­ar“ sókn­ar og þar með slysa­hættu.“

Enn frem­ur er í frum­varp­inu ákvæði sem heim­il­ar strand­veiðibát­um að landa ufsa sem VS-afla. Sá afli mun þá ekki telj­ast til viðmiðunar inn í há­marks­afla til strand­veiða.

mbl.is