„Þjóðin á betra skilið en þetta“

Sótt til strandveiða frá Siglufirði. Mynd úr safni.
Sótt til strandveiða frá Siglufirði. Mynd úr safni. mbl.is/Hafþór

„Nei takk, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, það hef­ur eng­inn beðið ykk­ur um að gera strand­veiðikerfið jafn lé­legt fyr­ir alla strand­veiðimenn allt í kring­um landið eins og þetta frum­varp miðar að.“

Þetta seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá smá­báta­fé­lag­inu Hrol­laugi á Hornafirði, sem mót­mæl­ir með öllu frum­varpi at­vinnu­vega­nefnd­ar um breyt­ingu strand­veiðikerf­is­ins og ávarp­ar formann at­vinnu­vega­nefnd­ar, Lilju Raf­n­eyju Magnús­dótt­ur. Greint var frá frum­varp­inu á vef 200 mílna á föstu­dag.

Borgi fyr­ir að landa ufs­an­um

Óhætt er að full­yrða að farið sé óvægn­um orðum um frum­varpið í yf­ir­lýs­ingu fé­lags­ins.

„Er það svona sem at­vinnu­mála­nefnd ætl­ar að efla at­vinnu í land­inu?“ er spurt, og einnig hvort at­vinnu­vega­nefnd ætli að láta strand­veiðimenn, þann flokk út­gerðar sem minnst beri úr být­um, vinna sem „þræl­ar rík­is­ins“ með því að veiða ufsa frítt handa rík­inu.

Axel Helga­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, hef­ur áður bent á að sjó­menn borgi í raun fyr­ir að landa ufs­a.

„Sér­stak­lega á strand­veiðunum, því þó að meðaltal á fisk­mörkuðum sé 64 krón­ur, þá er þetta litla magn sem kem­ur í veiðunum, kannski 20 til 80 kíló í róðri; það fer á svo svona 15 til 24 krón­ur og nær því ekki einu sinni upp í veiðigjöld og ann­an fast­an kostnað.“

Frum­varpið þurfi að gera miklu betra

„Ætliði virki­lega að stuðla að því að þetta kerfi verði áfram fá­tæktr­ar­gildra?“ er enn frem­ur spurt í yf­ir­lýs­ing­unni.

„Þjóðin á betra skilið en þetta og það þarf ekk­ert að reyna að segja þjóðinni að ekki sé hægt að efla þetta kerfi svo um mun­ar. Það eru um 700 fjöl­skyld­ur allt í kring­um landið sem reiða sig á þetta kerfi og þær eiga betra skilið þetta.“

Full­yrt er að frum­varpið þurfi að gera miklu betra, tryggja öll­um strand­veiðibát­um 48 daga á sumri og ekki degi minna, sem þeir geti nýtt þegar aðstæður séu best­ar til veiða yfir fjög­urra mánaða tíma­bil.

Þá eigi ufsa­veiðar að vera með öllu frjáls­ar, því fyrr verði hnign­un smá­báta­út­gerðar í kring­um landið ekki stöðvuð.

„Fyr­ir hverja eru þið eig­in­lega að gera þetta? Við vilj­um frek­ar óbreytt kerfi en það sem stend­ur í þessu frum­varpi. Þjóðin á betra skilið en þetta.“

mbl.is