Köttur setti öryggiskerfið af stað

Kötturinn forvitni náðist á öryggismyndavélar á rölti sínu um húsið.
Kötturinn forvitni náðist á öryggismyndavélar á rölti sínu um húsið.

Starfs­fólk Land­helg­is­gæsl­unn­ar í Kefla­vík rauk upp til handa og fóta fyr­ir skemmstu þegar til­kynn­ing um óboðinn gest barst frá ör­yggis­kerf­um í hús­næðinu. Leitaði starfs­fólk af sér all­an grun en eng­inn sek­ur fannst á svæðinu.

Stuttu síðar náðist hinn seki hins veg­ar á upp­töku ör­ygg­is­mynda­vél­ar og var hann aðeins loðnari og minni en bú­ist hafði verið við. Um var að ræða kött sem hafði tek­ist að fela sig vand­lega á meðan leit stóð yfir, en skellti sér á stjá þegar eng­inn sá til, eða svo hélt hann.

Land­helg­is­gæsl­an grein­ir frá heim­sókn katt­ar­ins á Face­book-síðu sinni. „Þessu krútti var komið í ör­ugg­ar hend­ur eig­enda sinna eft­ir of­ur­spenn­andi æv­in­týra­ferð um svæði Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ seg­ir í færsl­unni.



 

mbl.is