Tekur ugluna með sér heim á kvöldin

Uglan er ófleyg en virðist vera óslösuð.
Uglan er ófleyg en virðist vera óslösuð.

Á Dýra­spítal­an­um í Garðabæ dvel­ur nú brandugla í góðu yf­ir­læti. Um ung­an fugl virðist vera að ræða sem fannst við Laxá í Lei­rár­sveit, en hann er ófleyg­ur. Krist­björg Sara Thor­ar­en­sen dýra­lækn­ir hall­ast að því að ugl­an sé veik­b­urða því hún hafi ekki ná að veiða sér til mat­ar.

„Hún virðist óslösuð en mig grun­ar að hún hafi ekki náð að veiða og sé því grönn. Hún hafi smám sam­an verið að vesl­ast upp,“ seg­ir Krist­björg í sam­tali við mbl.is. Ugl­an, sem ekki hef­ur fengið nafn, virðist þó strax vera far­in að bragg­ast.

„Ég þurfti að þvinga ofan í hana í gær þegar hún kom en hún er far­in að taka við sér sjálf. Ég ætla að gefa henni tæki­færi til að jafna sig og kanna bet­ur hvort það séu brot í vængj­um eða eitt­hvað svo­leiðis. Það virðist þó ekki vera og það eru eng­in sár á henni.“

Krist­björg ger­ir ráð fyr­ir að ugl­an verði í fæði og hús­næði á dýra­spítal­an­um í ein­hvern tíma, en hún tek­ur hana með sér heim eft­ir vinnu á dag­inn, enda þarf að halda matn­um vel að henni. „Það þarf að gefa henni oft á dag og langt fram á kvöld. Hún fær fínt nautag­úllas.“

Vön að vera með fullt hús af fugl­um

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Krist­björg tek­ur dýr með sér heim til að hlúa að þeim. „Ég var ný­lega með gæs og álft. Á sumr­in er ég svo með allt fullt af ung­um í fæði. Ég er með stórt búri úti í garði sem ég kem til með að setja ugl­una í þegar veður leyf­ir og hún er aðeins orðin hress­ari,“ seg­ir Krist­björg en hún tel­ur betra að hafa hana inni fyrst um sinn, á meðan hún er að ná upp þeim fitu­forða sem hún þarf til að halda á sér hita.

Hún seg­ir ugl­una frek­ar hvekkta og fær hún því að vera al­veg í friði nema þegar henni er gefið að éta. Aðspurð seg­ir hún ugl­ur í raun ekki geta lært að vera í kring­um fólk ef þær eru upp­haf­lega villt­ar og hafa lifað úti í nátt­úr­unni. „Þetta eru ekki aðstæður sem þær vilja vera í, en þær sætta sig kannski við þetta í smá tíma. Ég er því ekki að fara að halda henni ef hún kemst ekki út í nátt­úr­una til að bjarga sér sjálf. Það er ekk­ert líf fyr­ir svona villta fugla að vera lokaða ein­hvers staðar inni,“ seg­ir Krist­björg sem tel­ur þó góðar lík­ur á því, eins og staðan er núna, að ugl­an nái sér á strik.

Brandugla er eina ugl­an sem verp­ir hér á landi að staðaldri og finnst því í ein­hverju mæli í ís­lenskri nátt­úru. Haga­mýs eru aðalfæða branduglu en þær veiða einnig smá­fugla og unga. Brandugl­um hef­ur fjölgað hér á landi eft­ir að korn­rækt jókst, en sam­hliða korn­rækt­inni fjölg­ar mús­um.

mbl.is