Kristín Agnarsdóttir grafískur hönnuður keypti sér hús í Lundúnum ásamt manni sínum og hefur síðustu mánuði verið í mikilli hreiðurgerð því hún á von á sínu fyrsta barni.
Kristín hefur búið út um allan heim. Hún lærði grafíska hönnun á Spáni og í Bandaríkjunum og flutti síðar til New York þar sem hún starfaði við fagið. Síðust ár hefur hún búið og starfað í Lundúnum.
Kristín grínast með það að heimili hennar eigi þá tilhneigingu til að verða eins og þroskaleikfang því litagleðin fari stundum úr böndunum.