„Múmíuapi“ fannst í verslunarmiðstöð

Apamúmían tengist líklega föður bæjarstjóra í nágrannabæ Minneapolis, ekki með …
Apamúmían tengist líklega föður bæjarstjóra í nágrannabæ Minneapolis, ekki með saknæmum hætti þó. Ljósmynd/Facebook-síða Old Minnesota

Iðnaðar­menn í miðborg Minn­ea­pol­is ráku upp stór augu þegar þeir fundu lík­ams­leif­ar sem minntu helst á múmíu þegar þeir voru að störf­um í fyrr­ver­andi versl­un­ar­miðstöðinni Dayt­on sem verið er að breyta í skrif­stofu­hús­næði.

Múmí­an fannst á lofti versl­un­ar­miðstöðvar­inn­ar og þegar bet­ur var að gáð kom í ljós að um lík­ams­leif­ar af apa var að ræða.

Talsmaður bygg­ing­ar­inn­ar seg­ir að búið sé að hafa sam­band við söfn í ná­grenn­inu og verið sé að vinna að því að rekja upp­runa „múmíuap­ans“.

Mynd af ap­an­um var birt á Face­book-síðunni Old Minn­ea­pol­is og þar koma fram ýms­ar get­gát­ur um hvernig ap­inn endaði á loft­inu og fékk að dúsa þar. Ein til­gát­an er sú að ap­inn hafi til­heyrt gælu­dýra­búð sem var á 8. hæð húss­ins um lang­an tíma, en húsið er 116 ára gam­alt.

Nú hef­ur bæj­ar­stjóri í nær­liggj­andi bæ blandað sér í málið og hef­ur hann svör á reiðum hönd­um. Hann er sann­færður um að faðir hans, Larry Murp­hy, hafi ásamt vini sín­um stolið ap­an­um á 7. ára­tugn­um.

Þeir eru báðir látn­ir, líkt og ap­inn, en ekkja Murp­hy, Monica, seg­ir að Larry hafi verið hrif­inn af ýms­um apa­spil­um á sín­um yngri árum. „Hann var írsk­ur, það út­skýr­ir allt,“ sagði Monica Murp­hy í sam­tali við CBS-sjón­varps­stöðina.

Móðir vin­ar Larry upp­götvaði ap­ann og þver­tók fyr­ir að fé­lag­arn­ir fengju að halda hon­um og því fóru þeir með hann aft­ur í gælu­dýra­búðina og slepptu hon­um þar.

60 ára „múmíuap­inn“ er lík­lega það furðuleg­asta sem iðnaðar­menn sem vinna á svæðinu hafa rek­ist á, en ým­is­legt annað hef­ur dúkkað upp, til dæm­is páska­egg úr pappa og gam­alt veski sem komst ný­lega í hend­ur eig­anda síns.

mbl.is