Humarveiðar hafa einkennst af minnkandi afla

Nýliðunarbrestur hefur verið viðvarandi síðan 2005.
Nýliðunarbrestur hefur verið viðvarandi síðan 2005. mbl.is/Sigurður Bogi

Jón­as Páll Jónas­son flyt­ur í dag er­indið „Veiðar á let­ur­humri - sögu­legt yf­ir­lit afla­bragða og stofnþró­un­ar“, á mál­stofu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni verður mál­stof­an hald­in í fyr­ir­lestr­ar­sal á 1. hæð Sjáv­ar­út­vegs­húss­ins að Skúla­götu 4. Hefst mál­stof­an klukk­an 12.30 og eru all­ir sagðir vel­komn­ir, en henni verður jafn­framt streymt á sér­stakri YouTu­be-rás stofn­un­ar­inn­ar.

Í ágripi Jónas­ar seg­ir að farið verði yfir sögu veiða á let­ur­humri, sem hóf­ust hér við land í byrj­un sjötta ára­tug­ar­ins.

Nýliðun áfram með lak­asta móti

„Hér er teg­und­in við norður­mörk út­breiðslu sinn­ar og hafa afla­brögð og út­breiðsla veiðanna sveifl­ast nokkuð með hlý- og kulda­skeiðum. Há­marks­afli náðist árið 1963 þegar 6000 tonn­um var landað.“

Und­an­far­in miss­eri hafi humar­veiðar við Ísland ein­kennst af minnk­andi afla á sókn­arein­ingu, auk þess sem veiðislóðin hafi stækkað og ný svæði verið num­in.

„Nýliðun­ar­brest­ur hef­ur verið viðvar­andi síðan 2005 og rann­sókn­ir benda til þess að nýliðun í humarstofn­in­um verði áfram með lak­asta móti.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: