Tregða að byggja á tveimur stoðum

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvennt ógn­ar samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) fyrst og fremst að sögn Guðlaugs Þórs Þórðar­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra. Ann­ars veg­ar það að Evr­ópu­sam­bandið skuli ekki leggja áherslu á tveggja stoða kerfi samn­ings­ins og hins veg­ar viðleitni stuðnings­manna inn­göngu í sam­bandið á Íslandi og Nor­egi til að tala niður samn­ing­inn.

Þetta sagði Guðlaug­ur Þór í umræðum á Alþingi seint í gær­kvöldi um fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem rætt var um fram­lög til ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar. Tveggja stoða kerfið er kjarni EES-samn­ings­ins og fel­ur í sér að aðild­ar­ríki samn­ings­ins sem standa utan Evr­ópu­sam­bands­ins skuli heyra und­ir stofn­an­ir á veg­um Fríversl­un­ar­sam­taka Evr­ópu (EFTA) en ekki sam­bands­ins. Auk Íslands eru Nor­eg­ur og Liechten­stein í EES í gegn­um EFTA.

„Varðandi öfl­ug­ari fram­kvæmd EES-samn­ings­ins að þá held ég að mestu ógn­irn­ar sem standi að EES-samn­ingn­um sé ann­ars veg­ar það að ESB hef­ur verið, ég veit ekki hvaða orðalag á að nota en þeir hafa alla­vega ekki verið mjög... ég veit ekki hvort að grafa und­an með því að leggja ekki áherslu á tveggja stoða kerfið sem er byggt upp í EES-samn­ingn­um.“

Erfitt hefði að minnsta kosti verið að eiga við Evr­ópu­sam­bandið í þeim efn­um sagði ut­an­rík­is­ráðherra og vísaði í um­mæli Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra í þeim efn­um í umræðum á Alþingi í fe­brú­ar þar sem Bjarni gagn­rýndi Evr­ópu­sam­bandið harðlega fyr­ir að grafa und­an tveggja stoða kerfi EES-samn­ings­ins með því að krefjast í sí­fellt fleiri mál­um að EFTA/​EES-rík­in samþykktu að gang­ast und­ir beina yf­ir­stjórn stofn­ana þess.

Tekið upp 13,4% af reglu­verki ESB

„Það er bara ekki í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn,“ sagði Guðlaug­ur Þór. „Síðan er hin ógn­in, það eru ESB-sinn­ar bæði á Íslandi og í Nor­egi sem hafa verið að tala niður samn­ing­inn. Og það er bara mjög vont,“ sagði Guðlaug­ur og bætti við að til að mynda væri það alrangt að í gegn­um samn­ing­inn tæki Ísland upp 90% af reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins. Hlut­fallið væri 13,4%.

„Þetta er lagt fram með þess­um hætti til þess að reyna að búa það til að þetta sé svo kol­ómögu­leg­ur samn­ing­ur að við verðum að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til þess að hafa ein­hver áhrif á þessu svæði. Þetta eru helstu ógn­irn­ar sem eru varðandi EES-samn­ing­inn. Það er þetta, bæði tregða Evr­ópu­sam­bands­ins til þess að byggja á tveggja stoða kerf­inu sem lagt er upp með og þegar ESB-sinn­ar á Íslandi og í Nor­egi eru að grafa und­an EES-samn­ingn­um eins og við þekkj­um á und­an­förn­um árum og ára­tug­um.“

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, brást við um­mæl­um Guðlaugs Þórs og sagði að hann ætti að tala við eig­in flokks­menn þegar kæmi að gagn­rýni á EES-samn­ing­inn. Þannig hefði verið fund­ur í vik­unni í at­vinnu­vega­nefnd Sjálf­stæðis­flokks­ins þar sem talað hefði verið gegn þátt­töku í þriðja orku­málapakka Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um samn­ing­inn.

Guðlaug­ur Þór svaraði því að þarna hefði hann greini­lega komið við viðkvæm­an blett hjá Þor­gerði Katrínu. 

mbl.is