Erdogan boðar óvænt til kosninga

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur óvænt boðað til þing- og forsetakosninga í landinu 24. júní.

Kosningarnar verða þar með haldnar einu og hálfu ári fyrr en til stóð. Með þeim vill Erdogan hraða innleiðslu nýs stjórnarfars í landinu sem gagnrýnendur óttast að muni leiða til einræðis Erdogans.

Hann varð forsætisráðherra Tyrklands árið 2003 en tók við embætti forseta árið 2014.

mbl.is

Bloggað um fréttina