Skaginn 3X gerir vinnsludekk fyrir HB Granda

Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, hefur sagt að um borð …
Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X, hefur sagt að um borð í nýju Engeynni sé svo mikið af nýjum uppfinningum að fyrirtækið hafi lýst sjö nýjum einkaleyfum vegna vinnsluaðferðanna um borð.

Skag­inn 3X og HB Grandi hafa gert með sér sam­komu­lag þar sem Skag­inn 3X mun bera ábyrgð á vinnslu­dekk­inu um borð í nýju frysti­skipi HB Granda.

Þetta er fjórði samn­ing­ur­inn milli fyr­ir­tækj­anna sem heild­ar­lausn um borð í nýj­um skip­um HB Granda, en fyr­ir­tæk­in hafa áður gert með sér samn­ing um heild­ar­lausn­ir um borð í syst­ur­skip­in Eng­ey, Ak­ur­ey og Viðey, en þau skip hafa hlotið verðskuldaða at­hygli hvað varðar hug­vit, sjálf­virkni og afurðagæði, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Skag­an­um 3X.

Vinnsludekkið eins og það mun koma til með að líta …
Vinnslu­dekkið eins og það mun koma til með að líta út. Teikn­ing/​Skag­inn 3X

Styðji við nýj­ar og aukn­ar kröf­ur

Mik­ill sveigj­an­leiki verður um borð hvað varðar vinnslu á mis­mun­andi teg­und­um, fjöl­breytt­um vinnsluaðferðum og pökk­un­ar­mögu­leik­um.

„Vatns­skurður mun gera það að verk­um að unnt verður að fram­leiða afurðir sem al­mennt þekkj­ast ekki um borð í frysti­skip­um. Það er mjög mik­il­vægt að hönn­un á vinnslu­búnaði, þ.m.t. pökk­un, fryst­ing og brett­un styðji við nýj­ar og aukn­ar kröf­ur markaðar­ins“ seg­ir Jón Birg­ir Gunn­ars­son, markaðs- og sölu­stjóri hjá Skag­an­um 3X.

Skipið smíðað á Spáni

Spænska skipa­smíðastöðin Astilleros Armon Gijon, S.A., ann­ast smíði skips­ins og mun stöðin af­henda vinnslu­dekkið frá Skag­an­um 3X sem hluta af heild­ar­lausn til HB Granda. Skag­inn 3X mun ann­ast af­hend­ingu á vinnslu­dekk­inu í heild sinni, þar sem hluti búnaðar mun koma frá und­ir­verk­tök­um Skag­inn 3X, svo sem Vélfag, Mar­el og Afak.

Ingólf­ur Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Skag­ans 3X, seg­ir að samn­ing­ur­inn og þessi ein­staka hönn­un á vinnslu­skip­inu sé afrakst­ur góðrar sam­vinnu milli Skag­inn 3X og HB Granda.

mbl.is