Byssur, sýklar og tré ráða framtíð górillunnar

Górilla í einum af þjóðgörðum Rúanda. Mynd úr safni.
Górilla í einum af þjóðgörðum Rúanda. Mynd úr safni. AFP

Framtíðar­horf­ur gór­ill­unn­ar í frum­skóg­um Afr­íku velta á byss­um, sýkl­um og trjám. Þetta eru niður­stöður einn­ar um­fangs­mestu rann­sókn­ar sem vís­inda­menn hafa gert á þeim gór­illu­teg­und­um sem búa í lág­lendi í vest­ur­hluta Afr­íku.

BBC fjall­ar um rann­sókn­ina sem nær yfir ára­tugi af vett­vangs­rann­sókn­um og sýndi hún fram á að gór­ill­ur eru nú fleiri en fyrri rann­sókn­ir gerðu ráð fyr­ir. Mik­ill meiri­hluti þeirra býr hins veg­ar á óvörðum svæðum þar sem hætta er á veiðiþjófnaði, eyðilegg­ingu kjör­lend­is ap­anna og svo Ebóla veirunni.

Sam­bæri­leg mynd hef­ur verið dreg­in upp af framtíðar­horf­um simp­ansa apa í miðríkj­um Afr­íku, en þeir búa í af­skekkt­um skóg­um Kam­erún, Mið-Afr­íku Lýðveld­is­ins, Kongó, Miðbaugs Gín­eu og Ga­bon.

„Með byss­un­um vís­um við í veiðarn­ar, sýkl­un­um í Ebóla-veiruna og trján­um til þeirr­ar staðreynd­ir að dýr­in þurfa á þess­um skóg­um að halda til að lifa af,” sagði  Dr. Fiona Maisels, einn höf­unda skýrsl­unn­ar og vís­indamaður hjá vernd­ar­sam­tök­un­um Wild­li­fe Conservati­on Society.

„Ef skóg­ur­inn er hreinsaður á brott þá hverfa þær. Ef skóg­in­um er breytt í rækt­un­ar­svæði einn­ar teg­und­ar trjáa þá geta gór­ill­ur og simp­ans­ar ekki verið þar.“

Grein­in birt­ist í vís­inda­tíma­rit­inu Science Advances, en þar full­yrða vís­inda­menn­irn­ir að þörf sé á að beina at­hygl­inni að þess­um stóru öpum í meira mæli en nú er gert.

For­vörslu aðgerðir verði m.a. að bein­ast gegn veiðiþjófnaði, því að hefta út­breiðslu sjúk­dóma og að vernda kjör­lendi ap­anna.

„Af því að 80% af gór­ill­um í vest­ur­ríkj­un­um og simpöns­um í miðríkj­un­um lifa utan vernd­ar­svæða, þá er nauðsyn­legt að veita þeim jafn mikla vernd og hægt er,“ sagði Maisels.

Gór­ill­um fækkaði um 2,7% á ára­bil­inu 2005-2013, en nú fundu vís­inda­menn­irn­ir hins veg­ar tölu­vert fleiri gór­ill­ur og simp­ansa á svæðinu en fyrri áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir.

mbl.is