Framför eða skref aftur til fortíðar?

Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar.
Strandveiðar í mynni Eyjafjarðar. mbl.is/Sigurður Ægisson

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og Lands­sam­band smá­bá­teig­enda eru ósam­mála um ágæti nýs frum­varps at­vinnu­nefnd­ar um breyt­ing­ar strand­veiða. Frum­varpið gæti hlotið samþykki Alþing­is í dag.

Í nýju frum­varpi at­vinnu­nefnd­ar Alþing­is, til breyt­inga á lög­um um stjórn fisk­veiða, er gert ráð fyr­ir að veiðidag­ar til strand­veiða árið 2018 verði 48, skipt jafnt á strand­veiðimánuðina maí, júní, júlí, ág­úst. Þá er skipt­ing afla til strand­veiða á fjög­ur svæði eft­ir lands­hlut­um af­num­in, en hún hef­ur verið frá því strand­veiðarn­ar hófu göngu sína árið 2009.

Samþykkt var á Alþingi síðdeg­is í gær að ljúka 2. umræðu um frum­varpið og má bú­ast við að þriðja umræða hefj­ist í dag, sem endað gæti með því að frum­varpið verði samþykkt.

Van­hugsaðar breyt­ing­ar

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi segja al­var­lega ann­marka á þeirri ráðstöf­un við stjórn fisk­veiða sem frum­varpið feli í sér, einkum þar sem ákvörðun um að stöðva „skuli“ veiðar, eins og nú­ver­andi regl­ur geri ráð fyr­ir, sé breytt á þann veg að ráðherra „geti“ stöðvað veiðarn­ar. Breyt­ing­arn­ar séu van­hugsaðar og með þeim sé boðið upp á lausa­tök við stjórn fisk­veiða, en af þeim hafi Íslend­ing­ar ein­mitt mikla og slæma reynslu.

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að sam­tök­in geri aðallega at­huga­semd­ir við tvö grund­vall­ar­atriði frum­varps­ins.

„Ann­ars veg­ar að val­kvætt verði að stöðva veiðar, eft­ir að leyfi­leg­um heild­arafla hef­ur verið náð. Þarna er verið að bjóða upp á þessi lausa­tök, sem við nefn­um, sér­stak­lega þar sem gera verður ráð fyr­ir að mik­ill þrýst­ing­ur verði á ráðherra að auka við afla­heim­ild­ir þegar líður á veiðarn­ar,“ seg­ir Heiðrún.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri SFS. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hætt­an mest í and­vara­leysi

„Þrátt fyr­ir að at­vinnu­nefnd Alþing­is segi að þessi breyt­ing sé val­in með til­liti til þess að óveru­leg hætta sé á að nýt­ing­ar­stefna í þorskveiðum gangi ekki eft­ir, þá er það ein­mitt í svona hugsana­gangi og and­vara­leysi sem hætt­an er mest á að grafið sé und­an nýt­ing­ar­stefn­unni og afla­reglu. All­ar ráðstaf­an­ir sem geta aukið lík­ur á afla um­fram ráðgjöf; í þeim felst aft­ur­för.“

Yf­ir­lýst mark­mið með heim­ild til strand­veiða, þegar þær voru upp­haf­lega sett­ar á, hafi verið áhersla á nýt­ingu sjáv­ar­auðlind­ar­inn­ar með sjálf­bærni að leiðarljósi og á ábyrg­an hátt. Þá hafi verið gert ráð fyr­ir að strand­veiðar myndu einkum tak­mark­ast af þeim afla­heim­ild­um sem ráðstafað væri sér­stak­lega til veiðanna.

„Við erum alltaf með þetta grund­vall­ar­sjón­ar­mið um sjálf­bæra nýt­ingu, ekki bara út frá því að við höf­um þróað hér gott fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi, held­ur líka út frá kröf­um er­lendra kaup­enda og vott­un­araðila. Um leið og við byrj­um að hugsa á þann veg sem frum­varpið lýs­ir, þá erum við að stíga skref aft­ur á bak,“ seg­ir Heiðrún.

Horfið frá grund­vall­ar­hugs­un

„Hins veg­ar ger­um við at­huga­semd við þá ákvörðun að af­nema svæðaskipt­ingu strand­veiða með þessu frum­varpi. Skipt­ing­in hef­ur verið trygg­ing fyr­ir því að hver lands­hluti fái að minnsta kosti lág­marks­afla. Þetta er því grund­vall­ar­breyt­ing, einkum ef við lít­um til þess að frum­varp til breyt­inga á strand­veiðum, sem sett var fram árið 2016, var samþykkt með það að mark­miði að jafna veiðidag­ana og auka jöfnuð á meðal­veiði báta. En þegar svæðaskipt­ing­in er af­num­in þá er um leið verið að hverfa frá þess­ari grund­vall­ar­hugs­un sem ríkt hef­ur í strand­veiðum til þessa.“

Þá gef­ur hún lítið fyr­ir þau rök að strand­veiðar svari spurn eft­ir fiski, til dæm­is á sumr­in, þegar fram­boð minnki hjá stærri út­gerðum.

„Ef maður skoðar afla á fisk­mörkuðum yfir allt síðasta ár, þá er eng­inn sér­stak­ur sam­drátt­ur yfir sum­arið. Þannig að strand­veiðarn­ar halda ekki uppi því að hér sé vinnsla allt árið um kring. Magnið er ein­fald­lega ekki af því tagi.“

Heiðrún seg­ir að breyt­ing­ar af þessu tagi séu hluti af flóknu sam­hengi í öllu fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu. „Við telj­um erfitt að sjá fyr­ir mögu­leg­ar af­leiðing­ar þessa frum­varps. All­ar svona breyt­ing­ar þarf því að skoða gaum­gæfi­lega og vinna í sátt við alla hags­munaaðila, sem eru auðvitað ekki bara smá­báta­sjó­menn held­ur sjáv­ar­út­veg­ur í heild sinni, sveit­ar­fé­lög um land allt sem og þjón­ustuaðilar.“

Frum­varpið já­kvætt

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda seg­ir frum­varpið já­kvætt fyr­ir strand­veiðar, og vís­ar einkum til þess að sjó­menn geti í fram­hald­inu valið hvaða daga mánaðar­ins þeir haldi til veiða.

Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, seg­ir það eðli­legt að SFS geri at­huga­semd­ir við að val­kvætt verði fyr­ir ráðherra hvort veiðarn­ar skuli stöðvaðar.

„En það verður að vera þannig og við höf­um sótt það mjög stíft. Við erum enda ekki ánægðir með það að það sé ekki al­gjör­lega tryggt í frum­varp­inu að veiðarn­ar verði ekki stöðvaðar. Það er það sem að var stefnt með þess­ari til­raun, að það væri eng­inn þrýst­ing­ur á menn varðandi það að veiðarn­ar gætu verið stöðvaðar á til­tekn­um tíma. Með þess­ari breyt­ingu hef­ur ráðherra tóm til að velta þessu fyr­ir sér, sem ég tel að sé al­gjör­lega nauðsyn­legt.“

Örn Pálsson, formaður Landssambands smábátaeigenda.
Örn Páls­son, formaður Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. mbl.is/​Eggert

Niðurnjörvað í afla­regl­una

Frum­varpið beri eng­an vott um þau lausa­tök sem SFS nefn­ir. „Kerfið er búið að vera niðurnjörvað í þessa afla­reglu og Lands­sam­bandið hef­ur bar­ist fyr­ir því að fá sveigj­an­leika í afla­regl­una. Það hef­ur ekki feng­ist, sem orðið hef­ur til þess að við höf­um verið með veiðar und­ir því marki sem afla­regl­an hef­ur kveðið á um á und­an­förn­um árum. Eng­inn hef­ur kvartað und­an lausa­tök­um í því sam­bandi.“

Örn seg­ir að vil­yrði hafi feng­ist fyr­ir afla­aukn­ingu og því bú­ist hann ekki við að afli strand­veiðanna nái því marki sem gert sé ráð fyr­ir. Bend­ir hann á að með frum­varp­inu sé reynt að færa veiðarn­ar til betri veg­ar. Komið verði í veg fyr­ir það óæski­lega kapp sem mynd­ist óhjá­kvæmi­lega, þegar fyr­ir­sjá­an­legt þykir að veiðarn­ar verði stöðvaðar þegar mánuður er nýhaf­inn.

Öryggis­atriði fyr­ir sjó­menn

„Það eru vissu­lega enn til staðar mikl­ar tak­mark­an­ir í strand­veiðunum. Það er há­mark á afla hvers dags og þú mátt ekki vera leng­ur en fjór­tán tíma í róðrin­um, aðeins er heim­ilt að róa fjóra daga í viku og við þetta bæt­ist veður og fisk­gengd, svo ég nefni dæmi. En taki frum­varpið gildi geta menn að minnsta kosti valið þá daga sem haldið er til veiða,“ seg­ir hann og bæt­ir við að um mikið ör­yggis­atriði sé að ræða. Eng­inn hvati sé þá til staðar fyr­ir sjó­menn til að fara út á sjó í slæmu og hættu­legu veðri.

Spurður um þá gagn­rýni sem SFS hef­ur sett fram, að hætta sé á að orðspor ís­lensks sjáv­ar­út­vegs kunni að bíða hnekki verði frum­varpið samþykkt, seg­ir Örn að strand­veiðar hafi aðeins orðið til að bæta það orðspor und­an­far­in ár.

Litið upp til Íslend­inga

„Kerfið var mikl­um mun meira gagn­rýnt, áður en strand­veiðunum var komið á,“ seg­ir Örn. „Sér­stak­lega sú staðreynd að menn gætu ekki keypt sér bát og farið að róa, öðru­vísi en með því að kaupa sér kvóta frá þeim sem höfðu hlut­deild­ina; stóru út­gerðunum. En með strand­veiðunum hljóðnaði þessi umræða, sem orðin var mjög há­vær í þjóðfé­lag­inu,“ bæt­ir hann við og vís­ar í því sam­bandi til Frjáls­lynda flokks­ins sál­uga, sem hafði strand­veiðar á stefnu­skrá sinni.

„Ég held að það sé nú frek­ar litið upp til okk­ar Íslend­inga, að við séum með svona kerfi til hliðar við afla­marks­kerfið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: